Entries by Gunnlaugur Reynir

Apple kynnir iPhone 5

Núna rétt áðan kynnti Apple endurhannaðan iPhone 5 síma. Fátt kom á óvart við sjálfan síman þvi nánast allar upplýsingar um síman hafa í raun lekið út. Nýtt útlit Síminn kemur í endurhönnuðu útliti sem er ekki ólíkt iPhone 4 en bakhlið simans er úr áli. Skjárinn er örlítið stærri eða 4″. Það hefur ekki […]

Nokia kynnir Lumia 820 og 920

Í gær héldu Nokia og Microsoft sameiginlega kynningu á Windows Phone 8. Nokia kynnti þar tvo nýja síma; Lumia 820 og 920. Lumia 920 er nýjasta flaggskip Nokia. Síminn kemur með 1.5 GHz tvíkjarnaörgjörva, 1GB í minni. Skjárinn er “pure motion HD” 4,5″ sem á að vera mjög góður í sól. Síminn lýtur að mestu […]

Íslensk auglýsing tekin upp með Galaxy SIII

Ný auglýsing Símans hefur vakið mikla athygli síðan hún fór í almenna sýningu í síðustu viku. Auglýsingin er samstarfsverkefni Símans og Haralds Haraldssonar myndlistamanns. Auglýsingin er öll tekinn upp á Samsung Galaxy SIII síma og fóru upptökur fram í í húsakynnum tæknifræðideildar Keilis á Suðurnesjum. Fyrirsætan Anna Jia er í aðalhlutverki ásamt tveimur róbotum sem tæknifræðideildin […]

Beolit 12 – Umfjöllun

Margt hefur breyst á þeim 11 árum síðan Apple gaf fyrsta út fyrsta iPod spilarann. Flestir hlaða niður tónlist (löglega eða ólöglega) og fáir eru eftir sem nenna að burðast með geisladiska. Það sakna hans hvort eð er fáir, nema þá kannski framleiðendur geislaspilara.  Einn þeirra er danski framleiðandinn Bang & Olufsen. Þeim hefur ekki […]

Lumia 800 og aðrir Windows Phone 7 símar fá ekki uppfærslu í Windows Phone 8

Í gær var Microsoft með kynningu á Windows Phone 8 stýrikerfinu . Margt áhugavert kom þar fram eins og  endurhönnuð aðalvalmynd, stuðningur við fleiri skjáupplausnir og tvíkjarna örgjörva. En fyrir notendur Nokia Lumia og annarra Windows Phone síma stóð eitt uppúr: engir útgefnir símar munu fá uppfærslu í Windows Phone 8. Sérvaldir símar munu hinsvegar fá […]

Microsoft kynnir Surface spjaldtölvuna (Myndband)

Rétt í þessu var Microsoft að kynna Surface spjaldtölvuna sem kemur í tveimur útgáfum. Sú ódýrari keyrir á ARM örgjörva frá Nvidia og notar Windows RT. Hún kemur með 32 eða 64GB geymsluplássi.  Sú dýrari, Surface Pro, kemur með 22nm Ivy Bridge Core i5 örgjörva og 64GB/128GB geymsluplássi. Báðar útgáfurnar líta svipað út en Surface Pro […]

Virðisaukaskattur nú rukkaður í App Store

Rétt fyrir síðustu helgi hóf Apple að rukka virðisaukaskatt af öllum seldum öppum í App Store verslununni. Nú leggst 25.5% virðisaukaskattur á allar vörur þar, eins og á aðrar vörur á Íslandi. Hingað til hefur verðið verið það sama og í Bandaríkjunum og án söluskatts. Stóri gallinn við þetta  (fyrir utan hækkun á verði) er […]

Mogginn og Appið

Í gær kynnti Morgunblaðið með miklum látum nýtt app fyrir iPad. Á sama tíma kynntu þeir einnig tilboð þar sem iPad fylgir sérstökum iPad áskriftum ef gerður er 30 mánaða raðgreiðslusamningur. Þetta er í takt við það sem mörg dagblöð víða um heim hafa gert á síðustu árum til að bregðast við hruni í áskriftarsölu […]

Samsung kynnir Galaxy SIII

Rétt í þessu var Samsung að kynna Galaxy SIII. Við hjá Simon.is reyndumst nokkuð sannspáir í grein okkar fyrr í dag. Það eina sem í raun hafði ekki lekið út var hvernig útlit símans yrði. Síminn er með 4.8″ Super AMOLED skjá með 1280X720 pixla upplausn. Samsung minntist ekkert á örgjörvann sem er þó án efa […]