Íslensk auglýsing tekin upp með Galaxy SIII

Ný auglýsing Símans hefur vakið mikla athygli síðan hún fór í almenna sýningu í síðustu viku. Auglýsingin er samstarfsverkefni Símans og Haralds Haraldssonar myndlistamanns. Auglýsingin er öll tekinn upp á Samsung Galaxy SIII síma og fóru upptökur fram í í húsakynnum tæknifræðideildar Keilis á Suðurnesjum. Fyrirsætan Anna Jia er í aðalhlutverki ásamt tveimur róbotum sem tæknifræðideildin notar við kennslu. Tónlistin var svo í höndum íslenska raftónlistarmannsins Prince Valium. Það er ekki hægt að segja annað en að útkomann sé áhugaverð og magnað að sjá myndgæðin sem hægt er að ná fram með nýjustu snjallsímunum. Hér fyrir neðan er hægt að sjá auglýsinguna og svo annað myndband sem sýnir vinnuna á bakvið tjöldin.