Virðisaukaskattur nú rukkaður í App Store

Rétt fyrir síðustu helgi hóf Apple að rukka virðisaukaskatt af öllum seldum öppum í App Store verslununni. Nú leggst 25.5% virðisaukaskattur á allar vörur þar, eins og á aðrar vörur á Íslandi. Hingað til hefur verðið verið það sama og í Bandaríkjunum og án söluskatts. Stóri gallinn við þetta  (fyrir utan hækkun á verði) er að nú eru verðin ekki lengur uppgefin í þægilegum upphæðum og eru nú frekar óþjál. Áður fyrr kostuðu öpp frá 0,99$ og hækkuðu svo með 1$ millibili. Eftir að skatturinn bætist við væri 0,99$ app á rúmlega 1,24$. Það verður að segjast að þetta kemur talsvert á óvart enda er Apple ekki þekkt fyrir að mikla samvinnuþýði við minni aðila (eins og Ísland). Nýlega þá byrjuðu Amazon og fleiri vefverslanir að rukka íslenskan virðisaukaskatt og er víst að fleiri stórar verslanir munu fylgja þeirra fordæmi. Nýlega voru samþykkt lög á Íslandi um að allar vefverslanir sem selja fyrir meira en milljón til Íslands þurfi að innheimta virðisauka.

Heimild: Alþingi

Simon.is á fleiri miðlum