Nokia kynnir Lumia 820 og 920


Í gær héldu Nokia og Microsoft sameiginlega kynningu á Windows Phone 8. Nokia kynnti þar tvo nýja síma; Lumia 820 og 920. Lumia 920 er nýjasta flaggskip Nokia. Síminn kemur með 1.5 GHz tvíkjarnaörgjörva, 1GB í minni. Skjárinn er “pure motion HD” 4,5″ sem á að vera mjög góður í sól. Síminn lýtur að mestu eins út og Lumia 900 og kemur í 5 litum; gulum, rauðum, svörtum, hvítum og gráum.
Eins og Lumia 800/900 (og N9) þá er síminn úr gegnheilu hágæðaplasti sem er litað í gegn og ætti því að halda lit þrátt fyrir nokkrar rispur. Myndavélin er 8.7 MP “PureView” sem á samt fátt skilt við PureView símann með sinni 41MP myndavél annað en nafnið. Engu að síður lofar myndavélin góðu og er með innbyggðri hristivörn. Myndavélin tekur upp hreyfimyndir í fullri háskerpu (1080p). Síminn kemur einnig með þráðlausri hleðslustöð sem Nokia kallar Qi. Nokia ræddi hvorki verð né tíma en Simon.is mun án efa fjalla meira um Lumia 900 þegar hann kemur loks í sölu.

Hinn síminn sem Nokia kynnti var Lumia 820. Þrátt fyrir nafnið er erfitt að segja að hann sé arftaki Lumia 800. Síminn er bæði miklu stærri og hönnunin er allt öðruvísi. Síminn kemur með útskiptanlegu “hulstri” sem hylur bak og hliðar símans. Örgjörvinn er sá sami en á Lumia 920 er skjárinn aðeins minni eða 4.3″. Upplausnin er hinsvegar vonbrigði, WXGA í stað HD á 920 (og flestum nýjum símum með 4.3″ skjá). Síminn styður einnig Qi þráðlausu hleðslustöðina.

 

Hér má svo sjá tvær nýjar Lumia auglýsingar Nokia:

 

http://youtu.be/aIYm07ACkjU

http://youtu.be/V8_Z7_kJ3_g

1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] hefur einnig tilkynnt tvo síma eins og við höfum fjallað um áður: Lumia 920 og 820. Báðir hafa fengið talsverða athygli og þá helst 920 síminn sem er […]

Comments are closed.