Entries by Gunnlaugur Reynir

4G komið fyrir iPhone hjá Nova

Seint í gær hóf Apple að uppfæra iPhone 5, 5S og 5C síma með styllingum fyrir LTE (4G) hjá Nova. Uppfærslan tekur örfáar sekúndur og eftir það virkar síminn á 4G. Einnig er hægt að uppfæra símann með því að tengja hann við iTunes. Símon prófaði þetta á iPhone 5S og virkaði það mjög vel. […]

iPhone hrynur í verði á Íslandi

Nú rétt í þessu voru Vodafone og Síminn að senda frá sér fréttatilkynningar um að þau hafi náð samningum við Apple um sölu á iPhone á Íslandi. Þetta þýðir að hér eftir munu allir nýjir Apple símar koma til landsins á skikkanlegum tíma og á eðlilegu verði. Hingað til hafa símtækin verið keypt eftir krókaleiðum […]

Lumia 520 – örumfjöllun

Við hjá Símon leggjum mikinn metnað og vinnu í okkar umfjallanir. Það er gott fyrir lesendur en gallinn er að við erum of fáliðuð til þess að geta fjallað um alla síma sem koma út. Örumfjallanir eru tilraun til þess að bæta úr því. Þær munu koma út um sem flesta síma í lægri verðflokkum. […]

Nokia kynnir til leiks phablet og tablet

Fyrr í dag hélt Nokia stóran viðburð í Abu Dabi. Fyrirtækið kynnti þrjár nýjar vörur. Snjallsímana Lumia 1320 og Lumia 1520 og spjaldtölvuna Lumia 2520. Lumia 1320 Þetta er svar Nokia við Samsung Galaxy Mega (og öðrum ódýrum phablet tækjum), Risastór skjár á viðráðanlegu verði. Síminn er ekki sterkur hvað varðar innvols, en þar sem […]

Á morgun kynnir Apple nýjan iPad

  Á morgun (22. október) kl. 17:00 verður Apple með viðburð í Buena ráðstefnuhöllinni. Öruggt er að Apple mun kynna uppfærslur á iPad og iPad mini. iPad 4 mun fá endurhannað útlit en iPad mini líklegast bara uppfærslu á skjá og innvols. Hér á eftir er listi yfir hvað við gætum, mögulega og ómögulega, séð […]

Ný íslensk Samsung auglýsing

Fyrr á árinu gaf Samsung á Íslandi út auglýsingu fyrir Galaxy S4 símann. Auglýsingin fékk gríðarlega athygli og fór “viral” um allan heim. Fyrir helgi kom svo út framhald af þeirri auglýsingu. Stemmingin er sú sama: Hipster, ninjur og brandarar á kostnað Apple koma við sögu.     Hér má svo sjá fyrri auglýsinguna sem […]

iOS 7 kemur út í dag (18. september)

Í dag, 18. september, kemur nýjast útgáfa iOS stýrikerfisins út. Fyrir þá sem hafa búið undir steini síðustu mánuði má finna ýtarlegar upplýsingar um stýrikerfið á vefsíðu Apple. Yfir 150 milljón tæki munu fá uppfærsluna í dag þannig að það gæti verið seinnipartinn í dag eða í kvöld fyrir okkur á klakanum. Við mælum með […]

Apple kynnir tvo nýja iPhone

Eins og flestir vita var bauð Apple blaðamönnum í heimsókn að sjá það nýasta frá fyrirtækinu. Þar kynntu þeir iOS 7 og, í fyrsta skipti, tvo nýja snjallsíma. Fyrsti síminn var iPhone 5C. Síminn er með 4″ skjá, 8MP myndavél og með bakhlið úr plasti. Síminn kemur í fimm mismunandi litum: grænn, hvítur, blár, bleikur, […]

Plants vs. Zombies 2 kemur út á iOS í dag

Eftir mánaðar seinkun og margra ára bið kemur framhald Plants vs. Zombies loksins út. Forverinn kom upphaflega út árið 2009 á MacOS og hefur síðan komið út fyrir flest stýrikerfi. Fyrirkomulagið er það sama. Barátta við stöðugan straum af uppvakningum með aðstoð ýmissa plantna og blóma. Fullt af nýjum borðum eru í leiknum ásamt nýjum […]