iOS 7 kemur út í dag (18. september)
Í dag, 18. september, kemur nýjast útgáfa iOS stýrikerfisins út. Fyrir þá sem hafa búið undir steini síðustu mánuði má finna ýtarlegar upplýsingar um stýrikerfið á vefsíðu Apple. Yfir 150 milljón tæki munu fá uppfærsluna í dag þannig að það gæti verið seinnipartinn í dag eða í kvöld fyrir okkur á klakanum. Við mælum með að taka afrit af gögnum áður en tækin eru uppfærð.
Þau tæki sem geta uppfært í iOS 7 eru:
iPhone 4, iPhone 4S, iPhone 5
iPod Touch (5. kynslóð)
iPad 2, iPad 3, iPad 4, iPad mini
Hér má svo sjá kynningu Apple á iOS 7
http://youtu.be/rT_OmTMwvZI
Trackbacks & Pingbacks
[…] um fólk sem tapaði öllum myndunum sínum eða fékk bara hluta gagnanna aftur inn á símann. Í frétt okkar á simon.is í gær um útgáfu iOS 7 voru lesendur hvattir til að taka afrit af gögnum áður en […]
Comments are closed.