Nokia kynnir til leiks phablet og tablet
Fyrr í dag hélt Nokia stóran viðburð í Abu Dabi. Fyrirtækið kynnti þrjár nýjar vörur. Snjallsímana Lumia 1320 og Lumia 1520 og spjaldtölvuna Lumia 2520.
Lumia 1320
Þetta er svar Nokia við Samsung Galaxy Mega (og öðrum ódýrum phablet tækjum), Risastór skjár á viðráðanlegu verði. Síminn er ekki sterkur hvað varðar innvols, en þar sem Windows Phone 8 keyrir einstaklega vel á eldri vélbúnaði þá ætti það ekki að vera vandamál. Skjárinn er mjög stór eða um 6 tommur og er þetta IPS LCD skjár með 720X1280 pixla upplausn. Myndavélin býður upp á 5 megadíla og pureview hönnun Nokia. Til að keyra þetta allt saman er 1,7 GHz tvíkjarna örgjörvi og 1GB vinnsluminni. Það er 8GB geymslupláss og microSD rauf til að bæta við plássi. Síminn kemur í rauðum, gulum, svörtum og hvítum litum.
Lumia 1520
Lumia 1520 verður öflugasti síminn frá Nokia, allt það besta í dag. Hér er ótrúlega hraður Snapdragon 800 fjórkjarna örgjörvi, skjár í fullri 1080p háskerpu og 2GB vinnsluminni. Síminn verður í boði með 16GB eða 32GB geymsluplássi. Myndavélin er með 20 megadíla PureView linsu. Til að bæta hljóð í myndbandsupptöku þá er síminn með fjóra hljóðnema. Eins og Lumia 920 og 1020 þá styður 1520 þrálausa hleðslu.
Lumia 2520
Lumia 2520 er 10” spjaldtölva sem keyrir á Windows RT stýrikerfinu (sama og Surface RT). Hér er sami fjórkjarna örgjörvi og Lumia 1520 kemur með, 2GB vinnsluminni og 32GB geymslupláss. Hægt er að fá tölvuna með eða án farneti. Hægt er að kaupa auklega lyklaborð með innbyggðri rafhlöðu, sem lengir þá rafhlöðuending lengist þá úr 11 klukkutímum í 16 klukkutíma.