Á morgun kynnir Apple nýjan iPad

 

Á morgun (22. október) kl. 17:00 verður Apple með viðburð í Buena ráðstefnuhöllinni. Öruggt er að Apple mun kynna uppfærslur á iPad og iPad mini. iPad 4 mun fá endurhannað útlit en iPad mini líklegast bara uppfærslu á skjá og innvols. Hér á eftir er listi yfir hvað við gætum, mögulega og ómögulega, séð á morgun:

 

Örugglega:

  • iPad
  • iPad mini

Líklega:

  • Mac os X Mavericks
  • Mac Pro
  • Uppfærslu á MacBook Pro Retina

Mögulega:

  • Apple TV (litla svarta boxið, ekki sjónvarpstæki)
  • 4K skjáir

Ólíklega

  • Apple Sjónvarp
  • iWatch