Plants vs. Zombies 2 kemur út á iOS í dag

pvz2_logoEftir mánaðar seinkun og margra ára bið kemur framhald Plants vs. Zombies loksins út. Forverinn kom upphaflega út árið 2009 á MacOS og hefur síðan komið út fyrir flest stýrikerfi.

Fyrirkomulagið er það sama. Barátta við stöðugan straum af uppvakningum með aðstoð ýmissa plantna og blóma. Fullt af nýjum borðum eru í leiknum ásamt nýjum plöntum og viðbótum sem hjálpa í baráttunni.

Leikurinn er ókeypis en hægt er að kaupa viðbætur sem hjálpa til að klára leikinn (Free to play). Electronic Arts segir Android útgáfu í vinnslu en ekki ert ljóst hvort leikurinn komi út fyrir Windows Phone.

Hægt að nálgast leikinn hér