Apple kynnir tvo nýja iPhone
Eins og flestir vita var bauð Apple blaðamönnum í heimsókn að sjá það nýasta frá fyrirtækinu. Þar kynntu þeir iOS 7 og, í fyrsta skipti, tvo nýja snjallsíma.
Fyrsti síminn var iPhone 5C. Síminn er með 4″ skjá, 8MP myndavél og með bakhlið úr plasti. Síminn kemur í fimm mismunandi litum: grænn, hvítur, blár, bleikur, gulur. Einnig eru fáanleg hulstur í sömu litum. Innvols símans er í raun það sama og í iPhone 5. Sama myndavél, örgjörvi, minni o.s.frv. Munurinn liggur í endurhönnuðu útliti. Eini munurinn er að 5C kemur með bættri myndavél á framhlið og batteríið er aðeins stærra. Bakskelin er steypt úr einu heilu stykki. iPhone 5C er ódýrari iPhone en hann er ekki “ódýr”. Hann mun kosta $550 ólæstur í Bandaríkjunum þannig að hér út úr búð mun hann varla kosta undir 100 þúsund krónum, líklega verður hann eitthvað hærri en það til að byrja með.
Hinn síminn er svo iPhone 5S. Hann er, eins og iPhone 5, allur úr áli og kemur í þremur litum: silfur, gull og dökkgrár. Síminn hefur nýjan A7 örgjörva sem er 64 bita. Hann á að vera bæði hraðari og öflugri en iPhone 5. Örgörvinn á að vera tvöfalt öflugri en A6. Myndavélin fær einnig uppfærslu en ekki í mega pixlum heldur stærð þeirra. Með því nær myndflagan í meira ljósmagn sem skilar sér í betri myndum teknar í lélegum birtuskilyrðum. Síminn bíður einnig upp á 120 ramma “slow motion” upptökumöguleika. Rafhlaðan er aðeins stærri en erfitt er að spá hvort það skili sér í betri rafhlöðuendingu eða hvort nýji örgjövinn éti mismunninn upp.