Entries by Gunnlaugur Reynir

Hvernig nettengingu á ég að fá mér?

Það er aragrúi af netsambandi í boði í dag fyrir Íslendinga. Ísland stendur sig mjög vel í netvæðingu heimila og er mjög hátt hlutfall heimila netvædd hér.  96,55% Íslendinga eru með aðgang að netinu, sem er annað sætið rétt á eftir Falklandseyjum (hverjum hefði dottið það í hug?). Það er yfir 115 þúsund fastlínunettengingar eru […]

Hlaðvarpið með Simon.is – 17. þáttur

Gunnlaugur Reynir, Bjarni Ben, Atli Stefán og sérlegur gestur Hörður Ágústsson eigandi Macland fara yfir fréttir vikunnar. Nýjar Apple vörur, lögbann á deildu, Netflix til Íslands og “Atli prófar snjallúr”. Þetta ásamt fikti vikunnar og mörgu öðru í smekkfullum þætti sem setur nýtt lengardmet. https://soundcloud.com/alvarpid/hlavarpi-me-simonis-17-attur

Allt um Apple viðburðin á morgun (fimmtudag)

Fimmtudaginn 16. október mun Apple kynna nýjar vörur á árlegri haustkynningu. Við tókum saman lista yfir það helsta sem má vænta. iPad Líklegt er að Apple kynni “S” útgáfur af iPad Air og Mini Retina. Ólíklegt er að útlitið muni breytast mikið, allar breytingar verða á innvolsinu og munu iPad spjaldtölvurnar líklegast fá Touch ID. […]

iPhone 6 og 6 Plus koma í sölu á íslandi 31. október

Þrátt fyrir að einstaka endursöluaðili hér á landi hafi stolist til að selja síma framhjá Apple þá eru nýir iPhone ekki komnir í “opinbera” sölu hér á landi. En nú er það orðið opinbert að síminn kemur í almenna sölu hér á landi. Ekkert er vitað um verðið hjá öllum söluaðilum en iPhone 5S kostaði […]

Hlaðvarpið með Simon.is – 16. þáttur

Stútfullur þáttur af fjöri og fróðleik. Gunnlaugur Reynir, Bjarni Ben, Axel Paul og sjálfur Ævorman úr Hefnendunum, Jóhann Ævar Grímsson, fara yfir fréttir vikunnar, og oft langt út fyrir efnið. Meðal efnis eru nýjar HTC græjur. Er Google internetið? Apple viðburður næsta fimmtudag og áhrif Netflix á framleiðslu afþreyingarefnis.   https://soundcloud.com/alvarpid/hlavarpi-me-simonis-16-attur

Leiðari: Apple gerir allt rangt

Ein af meginástæðum þess að við stofnuðum Símon.is var skortur á gæðum í íslenskri tækniumfjöllun. Því miður hefur það verið þannig að metnaður stóru fjölmiðlanna er sjaldnast mikill. Þýðingar á erlendum greinum er as good as it gets og vanþekking þýðandans á umfjöllunarefninu er oftast vandræðaleg. Gott dæmi um þetta er þessi grein. Hér þýðir (ónafngreindur) blaðamaður […]

LG G3 umfjöllun

Í lok júní kom nýtt flaggskip framleiðandans LG G3 í sölu á Íslandi sem leysir G2 símann af hólmi. Þrátt fyrir að aðeins tæpt ár er sé síðan G2 kom í sölu er G3 allt annað en minniháttar uppfærsla. Nánast allir þættir símans eru endurbættir eða uppfærðir. Innvols og hugbúnaður. LG G2 sló í gegn […]

Þriðji þáttur af hlaðvarpi Símon.is

Gunnlaugur Reynir, Axel Paul og Atli Stefán ræða helstu fréttir síðustu tveggja vikna. Samruni Microsoft og Nokia, One+ One snjallsíminn, Chromebook fartölvur og margt fleira. Apple notendur geta sskráð sig fyrir þættinum í iTunes. Notendur Android og Windows Phone geta svo notað RSS.   https://soundcloud.com/alvarpid/hlavarpi-me-simonis-3-attur

Annar þáttur af hlaðvarpi Símon.is

Glóðvolgur þáttur af hlaðvarpi Símon.is var að koma út á Alvarpinu.  Gunnlaugur, Atli og Andri Valur fjalla um helstu fréttir úr tækniheiminum. Meðal efnis er Galaxy S5 sem fór í sölu á föstudaginn. G3 sem er væntanlegur á næstunni. Google Glass í sölu í einn dag. Windows Phone 8.1 og Amazon Fire TV.   Apple […]

Nova svarar verðbreytingum Vodafone og Símans

Nova var rétt í þessu að kynna breytingar á farsímapökkum til móts við það sem Síminn og Vodafone komu með fyrir helgi. Fyrirtækið kynnti nýjan pakka á 4.990 kr. er með ótakmörkuðum símtölum og smáskilaboðum. Verð á gagnamagni helst óbreytt sem þýðir að Nova býður nú lægsta verðið á gagnamagni. Þeir eru einnig þeir einu […]