4G komið fyrir iPhone hjá Nova

iphone_5s_5c

Seint í gær hóf Apple að uppfæra iPhone 5, 5S og 5C síma með styllingum fyrir LTE (4G) hjá Nova. Uppfærslan tekur örfáar sekúndur og eftir það virkar síminn á 4G. Einnig er hægt að uppfæra símann með því að tengja hann við iTunes. Símon prófaði þetta á iPhone 5S og virkaði það mjög vel. Uppsetningin var einföld og hraðinn sambærilegur við aðra 4G síma á kerfi Nova. Óhætt er að segja að iPhone verði alltaf betri og betri valkostur fyrir íslenska neytendur. Verðið er orðið vel samkeppnishæft og 4G gerir góðan síma ennþá betri.