Entries by Bjarni Ben

Motorola Razr snýr aftur

Motorola Razr fór í sölu fyrir um 15 árum síðan og í janúar 2020 kemur ný útgáfa af þessum vinsæla síma. Hinn nýji Razr er með 6,2″ samanbrjótanlegum OLED skjá, kostar $1,499 og mun keyra á Android 9 Pie. Helstu eiginleikar eru Snapdragon 710 örgjörvi, 6gb vinnsluminni, 128gb geymslupláss, fingrafaralesari 16/5MP myndavélar og 2510 mAh […]

Mottumars: Símon.is skorar á Silent

Uppboðsvefurinn Bland.is leggur sitt af mörkum í baráttunni gegn krabbameini og hefur sett af stað nokkur uppboð til styrktar Mottumars. Við hjá Símon.is fengum áskorun í morgun á Facebook og Twitter og höfum nú þegar tekið henni.   Við skorum hér með á @simon_is að bjóða í @SteindiJR og @DNADORI á uppboðinu á Bland.is sem […]

Layout – nýtt app frá Instagram

Instagram gaf út nýtt app í dag sem kallast Layout og skeytir saman mörgum myndum í eina. Það þjónar sama tilgangi og öpp eins og Diptic, Cropic og fleiri collage öpp en viðmótið virðist þó vera töluvert betra. Þegar appið er opnað er boðið upp á velja nokkrar myndir, stilla þær inn í sniðmát að eigin […]

Ori and the Blind Forest: Einn af leikjum ársins?

Ori and the blind forest er indie leikur framleiddur af Moon Studios og gefinn út af Microsoft Studios. Hann er einungist fyrir Xbox One eins og er en mun koma út síðar á PC og Xbox 360. Leikurinn fær einkunnina 9 frá öllum heilstu leikjarýnum vestanhafs og ekki furða því leikurinn lítur frábærlega út og […]

Þetta höfðu Twitter notendur að segja um Apple Watch viðburðinn

Twitter er orðinn einn áhugaverðasti vettvangurinn fyrir umræður á netinu og sérstaklega þegar viðburðir eru sýndir í beinni útsendingu. Við tókum það helsta sem Twitter notendur höfðu að segja um Apple Watch viðburðinn sem var fyrr í dag.   Tim Cook, forstjóri Apple, var vel hvíldur fyrir átök dagsins Got some extra rest for today’s […]

Apple Watch viðburður: Við hverju má búast?

Mánudaginn 9. mars klukkan 17:00 að íslenskum tíma heldur Apple viðburð til að kynna Apple Watch nánar. Hægt verður að horfa á viðburðinn í beinni útsendingu á vefsíðu Apple en við munum einnig tweeta um viðburðinn og notum kassamerkið #AppleIS. Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um Apple Watch Verð Við vitum að […]

Hannaðu þitt eigið Apple Watch á þessari vefsíðu

Apple Watch verður kynnt mánudaginn 9. mars klukkan 17:00 að íslenskum tíma. Við vitum að úrið mun kosta frá $350 (47.000 kr.) og talið er að dýrasta útgáfan úr gegnheilu gulli muni kosta meira en $5000 (673.000 kr.). Á vefsíðunni mixyourwatch.com er hægt að prófa mismunandi samsetningar af úrinu og því hægt að fá einhverja hugmynd um […]

Prufuútgáfa af Microsoft Office 2016 er komin út fyrir Mac

Microsoft Office fyrir Mac kemur út seinni part þessa árs en þangað til er hægt að sækja fría prufuútgáfu á vefsíðu Office. Nýi Office pakkinn kemur með innbyggðum Sharepoint og OneDrive stuðningi og því er auðvelt að vista gögn í skýinu. Fyrri útgáfur fyrir Mac virkuðu eins og útvatnaðar og illa portaðar útgáfur af Windows forritunum. Það verður […]

Ný vefsíða RÚV komin í loftið

Ingólfur Bjarni Sigfússon, nýmiðlastjóri RÚV, kíkti til okkar í Tæknivarpið á dögunum og sagði okkur frá nýjum vef RÚV. Vefurinn er nú kominn í loftið og lítur þokkalega út. Leitarstikan virkar betur en sú gamla og margt annað var bætt en við hefðum viljað sjá möguleika á infellingar (embed) möguleika í Sarpinum. Sjá nánar á www.ruv.is .