Motorola Razr

Motorola Razr snýr aftur

Motorola Razr 2019

Motorola Razr fór í sölu fyrir um 15 árum síðan og í janúar 2020 kemur ný útgáfa af þessum vinsæla síma. Hinn nýji Razr er með 6,2″ samanbrjótanlegum OLED skjá, kostar $1,499 og mun keyra á Android 9 Pie.

Helstu eiginleikar eru Snapdragon 710 örgjörvi, 6gb vinnsluminni, 128gb geymslupláss, fingrafaralesari 16/5MP myndavélar og 2510 mAh rafhlaða. Á framhlið símans er 2,7″ skjár sem nýtist þegar síminn er samanbrotinn.

Það er ekki líklegt að síminn nái miklu flugi á Íslandi því hann er ekki með hefðbundna SIM-kortaraut heldur einungis eSIM og sem ekkert íslenskt fjarskiptafélag styður eins og staðan er í dag.