Hannaðu þitt eigið Apple Watch á þessari vefsíðu
Apple Watch verður kynnt mánudaginn 9. mars klukkan 17:00 að íslenskum tíma. Við vitum að úrið mun kosta frá $350 (47.000 kr.) og talið er að dýrasta útgáfan úr gegnheilu gulli muni kosta meira en $5000 (673.000 kr.).
Á vefsíðunni mixyourwatch.com er hægt að prófa mismunandi samsetningar af úrinu og því hægt að fá einhverja hugmynd um hvernig úr skal kaupa áður en lagt er af stað í næstu Apple verslun. Vefsíðan er að sjálfsögðu ekki á vegum Apple en nýtir myndir af úrinu sem Apple hefur áður birt.
Fjallað var lítillega um verð- og hönnunarpælingar varðandi Apple Watch í Tæknivarpinu þar sem Egill Moran Rubner Friðriksson var gestur.