Skilaboðaþjónusta Google kallast nú Google Hangouts

Google hefur nú sameinað helstu mynd- og skilaboða þjónustur sínar undir eina þjónustu sem kallast Google Hangouts. Í stað þess að bjóða upp á nokkrar þjónustur sem þjóna svipuðu hlutverki hefur Google sett allt undir sama hatt.

Google Hangouts er fáanlegt sem app fyrir bæði Android og iOS en einnig sem viðbót við Chrome vafrann. Með þjónustunni er hægt að spjalla með textaskilaboðum svipað og í Facebook Messenger eða Whatsapp en einnig er hægt að hringja myndsímtöl eins og á Skype. Kosturinn við þjónustuna er að hún er frí en fyrir sambærilega þjónustu fyrir hópsamtöl á Skype þarf að greiða mánaðargjald. Skilaboðin eru samræmd (e. synced) milli tækja sem þýðir að þú getur hafið samtal í tölvunni og lokið því í símanum eða spjaldtölvunni.

 


Sækja Hangouts fyrir iPhone/iPad
Sækja Hangouts sem Chrome viðbót