Google+ slær út Twitter

Nýjustu tölur um notkun á samfélagsmiðlinum Google+ sýnir að í bæði notendafjölda og virkni hefur þetta útspil frá Google farið yfir Twitter sem næstmest notaði samfélagsmiðilinn í dag. Fyrri tilraunir Google gengu ekki jafn vel ef fólk man eftir Google Buzz og orkut, en þær tilraunir til að búa til samfélgasmiðla lifðu ekki lengi. Það verður ekki hjá komist að segja að Google+ hafi tekist vel til en þjónustan er ekki orðinn tveggja ára. Þau tímamót munu renna í hlað núna í sumar og þá verður áhugavert að sjá aðrar tölur um notkun.

graph2

Global Web Index tekur saman hversu margir eru í dag notendur á þessum samfélagðsmiðlum. Hjá þeim kemur fram að notendafjöldi á Google+ hefur risið mikið upp á síðkastið, en talið er að af þeim notendum sem eru taldir þá hafa 25% þeirra núna aðgang á Google+. Það gerir 343 milljón virkra notenda hjá Google+. Til samanburðar þá hefur Twitter 21% af töldum notendum sem er sama magn og þeirra sem eru skráðir notendur hjá YouTube. Facebook eru enn stærstir með 51% og ná enn að bæta við sig í þessari könnun.

Full samantekt af þessari könnun má nálgast hér.

Einnig fylgist með okkur á uppáhalds samfélagsmiðlinum þínum með því að smella á tenglana hér að neðan.