Er þetta Samsung Galaxy S3?

Samsung er byrjað að stríða okkur með næsta Samsung Galaxy S3. Þeir hafa nú sett heimasíðu í loftið og slóðin á hana er www.tgeltaayehxnx.com sem er stafarugl úr “The Next Galaxy”.

Þegar þú lendir á síðunni tekur niðurteljari á móti þér. En búið er að skoða kóðann á síðunni og þegar niðurtalningunni er lokið þá kemur fram púsluspil.  Þegar búið er að leysa púslið, þá færðu slóð á www.thenextgalaxy.com. Sú síða er læst með notendanafni og lykilorði í dag en þarna er greinilega verið að undirbúa annan teaser í formi myndbands.

Fylgist með Simon.is á næstu dögum því við munum fjalla meira um nýja Samsung Galaxy símann um leið og við vitum meira.

—————————————–

Uppfærsla kl. 11:15

Síðurnar eru greinilega heitari en andskotinn, og eru að bregðast illa við álaginu. Þær eru virðast vera niðri, en við skulum vona að Samsung kippi því í laginn bráðlega

—————————————–

Uppfærsla kl. 13:17

Síðurnar eru komnar í lag núna, svo endilega kíkið á þetta.

 

Simon.is á fleiri miðlum