Apple Watch viðburður: Við hverju má búast?

Mánudaginn 9. mars klukkan 17:00 að íslenskum tíma heldur Apple viðburð til að kynna Apple Watch nánar. Hægt verður að horfa á viðburðinn í beinni útsendingu á vefsíðu Apple en við munum einnig tweeta um viðburðinn og notum kassamerkið #AppleIS.

Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um Apple Watch

Apple Watch

Verð
Við vitum að ódýrasta útgáfa úrsins mun kosta $349 (47.000 kr.) en meira hefur ekki verið gefið upp. Í síðasta þætti Tæknivarpsins fórum við yfir orðróm um hvað hinar tvær útgáfurnar munu kosta. Talið er að Apple Watch úr ryðfríu stáli gæti kostað um $1000 (136.000 kr.) og dýrasta útgáfan, Apple Watch Edition, muni kosta meira en $5000 (682.000 kr.) byggt á þeim upplýsingum að það sé úr gegnheilu gulli. En Apple virðist vera að færa sig frá því að vera tæknifyrirtæki og yfir í tískufyrirtæki og því má alveg búast við því að dýrasta útgáfan gæti farið yfir $20.000 (2,7 milljónir kr.) samkvæmt John Gruber. Úrið kemur í verslanir í apríl næstkomandi.

Rafhlaðan
Það þarf að hlaða úrið á hverjum degi og tekur um 2 klukkustundir að hlaða það að fullu samkvæmt Macrumors.com. Rafhlaðan mun endast í 5 klukkustundir í mikilli notkun og ætti því að endast út daginn nema að þú sért sífellt að kveikja á skjánum og nota öpp. Það fer svo á Power Reserve Mode þegar hleðslan er að klárast og mun því slökkva á öllum eiginleikum nema klukkunni.

Magsafe Apple Watch

Aukahlutir
Apple hefur ekkert gefið upp um aukahluti fyrir úrið fyrir utan ólarnar sem eru seldar með úrinu. Það hefur þó ekki stöðvað þriðja aðila því að hægt er að forpanta ól sem kallast Reservestrap og hleður úrið á meðan þú gengur með það. Ólin kostar $249 (34.000 kr.) og inniheldur 400mAh rafhlöðu sem gefur 125% lengri hleðslu sem ætti að duga í tvo daga.

Öpp
Apple bað app framleiðendur um að bíða með tilkynningar um ný öpp þangað til eftir viðburðinn. En það er alveg víst að app framleiðendur munu stíga á sviðið og kynna ný öpp fyrir Apple Watch svipað og tíðkast þegar nýir iPhone símar eða iPad spjaldtölvur eru kynntar. Forritarar frá Facebook og BMW hafa unnið hörðum höndum í höfuðstöðvum Apple við að búa til öpp fyrir úrið undanfarnar vikur og mikil leynd hvílir yfir vinnusvæðinu samkvæmt Bloomberg. Það er enginn aðgangur að interneti þar, símar og skrifblokkir eru bannaðar og allur kóði sem er skrifaður þar inni er geymdur á hörðum diskum í höfuðstöðvum Apple.

Watch Apps

iOS 8.2
Úrið mun ekki virka nema það sé parað við iPhone 5 eða nýrri síma. Til þess að para og stilla úrið með símanum þarf Watch app sem kemur líklega út með iOS 8.2.

Apple iPhone & Watch

Apple Pay
Líklega verður Apple Pay ekki í boði á Íslandi á næstunni en Apple notendur í Bandaríkjunum munu geta borgað með úrinu.

Apple Pay

Macbook
Orðrómur um nýja Macbook Air hefur verið  áberandi í fréttum undanfarið og það er ekki ólíklegt að hún verði kynnt í leiðinni. Samkvæmt Wall Street Journal átti hún að koma í verslanir á öðrum ársfjórðungi þessa árs og því ekki ólíklegt að hún verði kynnt annað hvort um leið og Apple Watch eða á WWDC ráðstefnunni í júní.
Macbook Air 12" render

Macbook Air Retina Gull
Myndirnar að ofan eru fengnar frá Martin Hajek og eru byggðar á orðrómi og ekki staðfestar af Apple.