Spilaðu PS4 í Android tækinu þínu

Eigendur Android tækja geta glaðst yfir því að nú sé hægt að spila PS4 leiki í flestum Android tækjum. Hingað til hefur PlayStation eingöngu boðið upp á Remote Play í  Xperia Z2 og Z3 tækjum. Notandinn TheScriptKitty á Android samfélagi XDA hefur hinsvegar náð að opna Sony Remote Play appið fyrir nánast öll Android tæki. Appið virkar þannig að tækið tengist við PS4 tölvuna og streymir leikinn yfir þráðlaust net eða farnet og þannig spilað PS4 leiki í símanum þínum. Hægt er að tengja PS4 fjarstýringu við tækið eða nota takka sem birtast á skjánum til þess að stýra leikjunum. Tækið þarf ekki endilega að vera á sama neti og PS4 tölvan og er því hægt að spila PS4 leiki hvar sem er, en það þarf þó góða nettengingu á báðum endum til þess að það gangi hnökralaust fyrir sig. Það er mælt með að vera með router með 5 GHZ þráðlausu og að tengja PS4 tölvuna með ethernet snúru til þess að koma í veg fyrir hökt.

Við prófanir spiluðust leikir mjög vel á Nexus 5 tækinu mínu og var lítið um hökt. Middle Earth: Shadows of Mordor og Rogue Legacy spiluðust án nokkura vandræða, en það var ansi erfitt að spila Shadows of Mordor með skjátökkunum.

Það er mjög auðvelt að setja upp Remote Play appið, en til þess þarf að leyfa öpp frá þriðju aðilum. ATH lesendur setja appið upp á eigin ábyrgð.
Til þess að setja upp Remote Play appið þarf að gera eftirfarandi:

  1. Kveiktu á Remote Play á PS4 tölvunni undir Settings > Remote Play Connection Settings
  2. Farðu í Settings > Security > Hakaðu við ‘Allow Installation of apps from sources other than the Play Store’
  3. Sæktu appið hér í snjalltækinu
  4. Opnaði APK skránna og settu inn appið
  5. Opnaðu appið og það ætti að tengjast við tölvuna

[youtube id=”pel59oHl0Po” width=”600″ height=”350″]

Ég sleppti því að nota sjálfvirku skráninguna og stimplaði því inn kóða sem PS4 tölvan gaf mér. Það tók smá tíma að tengjast í fyrstu en eftir það virkaði þetta mjög vel. Hægt er að stilla PS4 tölvuna þannig að hún kveiki á sér við Remote Play tengingu þegar hún er í Sleep mode með því að fara í Settings > Power Save Settings > Set Functions Available in Standby Mode og velja þar ‘Connect to the Internet’ og ‘Enable Turning On PS4 from Network’.

Til þess að tengja PS4 fjarstýringu við snjalltækið þarf að sækja Sixaxis Controller appið, en tækið þarf að vera rootað til þess að para þráðlaust við fjarstýringuna.
Appið virkar á flestum Android snjalltækjum með útgáfu 2.2 eða nýrri. Fullan lista, nýjustu útgáfu af appinu og frekari leiðbeiningar má finna á XDA Develeopers