Entries by Bjarni Ben

Nýr iPhone á morgun! (4. október)

Eins og flestir vita er líklegt að Apple kynni nýja kynslóð iPhone síma á morgun klukkan 17 að íslenskum tíma. Hvað munum við fá að heyra frá Apple á morgun? Í morgun birtu Macrumors.com mynd frá Vodafone í Þýskalandi þar sem boðið er upp á bæði svarta og hvíta útgáfu af iPhone 4S með 16GB, […]

Nýja Amazon Kindle Fire spjaldtölvan kostar aðeins $199

Amazon blandaði sér á spjaldtölvumarkaðinn í dag þegar þeir kynntu Amazona Kindle Fire. Hingað til hefur Amazon aðeins selt Kindle rafbókarlesara með svarthvítum “e-ink” skjá en bjóða nú upp á spjaldtölvu sem keyrir á Android stýrikerfinu og skartar 7″ litaskjá. Það ótrúlegasta við Kindle Fire er verðið – $199 sem er um 24.000 kr. Kindle […]

Merktu við 4. október á dagatalinu – Apple mun tala um iPhone!

Flest hefur bent til þess að Apple myndi kynna nýjan iPhone í október og nú er loksins búið að negla niður dagsetninguna. Þriðjudaginn 4. október kl. 17:00 að íslenskum tíma verður talað um iPhone í höfuðstöðvum Apple. Hvort þeir kynni iPhone 5, iPhone 4S eða aðrar nýjungar fyrir iOS notendur á eftir að koma í […]

Nokia N9 væntanlegur til Íslands!

Hátækni tilkynnti í morgun að Nokia N9 sé væntanlegur til landsins á næstu vikum. http://www.youtube.com/watch?v=gfE3B6L-Otw Þessi sími er sá fyrsti á Íslandi sem er ekki með valmyndartakka heldur er einungis smellt á skjáinn og rennt yfir hann til þess að opna valmyndina. Síminn keyrir á MeeGo stýrikerfinu sem er samstarfsverkefni Intel og Nokia. Aðrir eiginleikar eru […]

Spirit HD – Víðfeðmi andans á Android og iOS

Spirit HD er einfaldur leikur þar sem leikmenn stjórna einhvers konar draug eða anda sem virðist hafa aðeins eitt markmið í lífinu – að svífa í kringum óvini svo að þeir sogist inn í einhvers konar svarthol. Leikmenn nota fingurna til að teikna hringi í kringum óvinina og ætti því að vera auðvelt fyrir flesta […]

Steve Jobs hættir sem forstjóri Apple

Þær fregnir bárust netheimum í gær að Steve Jobs hafi stigið til hliðar sem forstjóri Apple. Jobs tekur þessa ákvörðun af heilsufars ástæðum en hann hefur barist við veikindi í langan tíma og hefur í raun verið frá vinnu síðan í janúar á þessu ári. Tim Cook mun taka við starfinu en hann hefur hingað til […]

HTC Google Nexus One – Android beint af spena

HTC Google Nexus one kom út í janúar 2010 og var þá stillt upp sem helsta keppinaut iPhone 3GS. Þrátt fyrir að vera meira en eins og hálfs árs gamall er hann ennþá ótrúlega seigur í samanburði við aðra snjallsíma. Það sem Nexus One hafði fram yfir aðra Android síma var að hann fékk Android […]

Viber – Ódýrari símtöl yfir net

Viber er app fyrir iPhone og Android snjallsíma sem gerir notendum kleift að hringja og senda sms yfir netið. Appið tengist 3G eða þráðlausu neti símans og notar því gagnamagn í stað hefðbundinnar símaþjónustu sem ætti að skila sér í ódýrari símtölum. Viber er gríðarlegra vinsælt meðal iPhone notenda og nú er það loksins komið […]