Layout – nýtt app frá Instagram
Instagram gaf út nýtt app í dag sem kallast Layout og skeytir saman mörgum myndum í eina. Það þjónar sama tilgangi og öpp eins og Diptic, Cropic og fleiri collage öpp en viðmótið virðist þó vera töluvert betra.
Þegar appið er opnað er boðið upp á velja nokkrar myndir, stilla þær inn í sniðmát að eigin vali breyta þeim með því að þysja, draga, spegla og ýta á þær. Að sjálfsögðu er svo hægt að deila myndunum á samfélagsmiðla.
Hægt er að sækja appið hér en það er einungis fyrir iOS tæki eins og er en mun koma út á Android eftir nokkrar vikur.
Heimild: Instagram