Þetta höfðu Twitter notendur að segja um Apple Watch viðburðinn
Twitter er orðinn einn áhugaverðasti vettvangurinn fyrir umræður á netinu og sérstaklega þegar viðburðir eru sýndir í beinni útsendingu. Við tókum það helsta sem Twitter notendur höfðu að segja um Apple Watch viðburðinn sem var fyrr í dag.
Tim Cook, forstjóri Apple, var vel hvíldur fyrir átök dagsins
Got some extra rest for today’s event. Slept in ’til 4:30.
— Tim Cook (@tim_cook) March 9, 2015
Þossi gagnrýnir trúarbrögð Apple notenda
Það er oft mjög fyndið hvað Apple söfnuðurinn er blindur á kirkjuna sína — Þossi (@thossmeister) March 9, 2015
Þórarinn er með puttann á púlsinum þegar kemur að markaðsmálum
Af hverju er enginn úra verslun að auglýsa mikið úrval af Smart úrum í dag? #úraðofan #AppleIS #AppleWatch takk fyrir þennan @bjornfr
— Þórarinn Hjálmarsson (@thorarinnh) March 9, 2015
Hrafn Jónsson líkir Apple viðburðum við dagskrána á Omega
Ég er algjör neysluhóra en mér líður alltaf dálítið eins og ég sé að horfa á Joyce Mayer á Omega þegar ég tékka á þessum Apple live events. — Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) March 9, 2015
Nokkuð til í þessu
Forstjóri 365 er mjög líklega að blóta Apple þessa stundina. Lækkað verð á ATV og HBO Now á leiðinni! #AppleIS
— Aron I Kristinsson (@aroningik) March 9, 2015
Ekki mikið um U2 aðdáendur hjá Macland?
Bono er alls staðar! #ekkimeirbono #bonoinmypants #appleis pic.twitter.com/i85oYP3EHh — Macland (@maclandrvk) March 9, 2015
Microsoft menn fylgdust með
Ég var svo spenntur fyrir þessu Apple-event í dag að ég pantaði mér Microsoft Band á laugardaginn #SéEkkiEftirÞví #AppleIS #MicrosoftBand — Magnús V. Skúlason (@magnusvidar) March 9, 2015
Uber app fyrir Apple Watch var kynnt
Ok. Núna langar mig meira í Uber en Apple Watch! #AppleIS
— Jonathan Gerlach (@kastaniubrunn) March 9, 2015
Ath þetta er ekki grín. Apple Watch Edition kostar svona mikið.
Já góðan daginn ég ætla að fá mér Apple Watch úr með gulli. – Já það gerir 1,37 milljón króna. #AppleIS — Magnús Sigurbjörns (@sigurbjornsson) March 9, 2015
Rafhlaðan í Apple Watch dugar í 18 klukkustundir
Nýi sólarhringurinn er hér með 18 tímar. #appleis #staðfest — Bragi Valdimar (@BragiValdimar) March 9, 2015
Snjallúr eru ekki fyrir alla
Þessi apple úr eru nákvæmlega jafn svöl og samsung úrin. Semsagt ekkert. #AppleIS — Vigfús Rúnarsson (@VigfusR) March 9, 2015