Kim Kardashian hagnast um 85 milljónir dollara á app framleiðslu – myndband

Kim Kardashian var aðstoðarkona Paris Hilton. Hún var svo aðal stjarnan í eigin heimamyndbandi sem lak á netið og fékk þátt á raunveruleikastöðinni E!. Á síðasta ári bættist svo enn ein rósin í hnappagat Kardashian veldisins þegar leikurinn Kim Kardashian: Hollywood (Android / iOS) kom út.

Kim var í viðtali við AdWeek fyrr í vikunni þar sem kemur fram að leikurinn hafi selst fyrir 74 milljónir dollara. Talið er að hann muni seljast fyrir 200 milljónir dollara á þessu ári sem mun skila Kim Kardashian um 85 milljónum dollara í tekjur eða meira en 11 milljörðum íslenskra króna.

Kim Kardashian AdWeek

Mynd: AdWeek

 

Kim segist vilja vera meira áberandi í tæknigeiranum og framleiða fleiri öpp. Hún er nú þegar með nokkur í vinnslu sem við munum fjalla ítarlega um þegar þau koma út.

Heimild: AdWeek