Microsoft kynnir Surface spjaldtölvuna (Myndband)
Rétt í þessu var Microsoft að kynna Surface spjaldtölvuna sem kemur í tveimur útgáfum. Sú ódýrari keyrir á ARM örgjörva frá Nvidia og notar Windows RT. Hún kemur með 32 eða 64GB geymsluplássi. Sú dýrari, Surface Pro, kemur með 22nm Ivy Bridge Core i5 örgjörva og 64GB/128GB geymsluplássi. Báðar útgáfurnar líta svipað út en Surface Pro er aðeins þykkari. Báðar útgáfurnar koma með innbyggðum standi og hægt er að fá skjáhlíf sem virkar svipað og skjáhlífin á iPad, þ.e. festist við tölvuna með segli. Stóri munurinn á þessari skjáhlíf er hinsvegar sá að hlífin er líka snerti lyklaborð. Það verður að segjast að Microsoft er virkilega að fylgja eigin stefnu og hugmyndafræði í stað þess að elta Apple eins og Samsung hefur verið ásakað um og kært fyrir. Tölvan er hinsvegar bæði þykkari en iPad og kassalegri. Báðar tölvurnar koma með 10.6″ skjá. Microsoft gefur upplausnina ekki upp en talar um HD á ódýrari útgáfunni og Full HD á Surface Pro. Arm útgáfan vegur 676 gr en Surface Pro 903 gr.
Microsoft ræddi ekki verðið á þessum tölvum en sú ódýrari verður á samkeppnishæfu verði og aðrar Arm spjaldtölvur (400-700$) og Surface Pro verður á sambærilegu verði og ultrabook fartölvur. Þær kosta flestar frá 900-1200$.
http://www.youtube.com/watch?v=dpzu3HM2CIo
Uppfært 16:50 19.06.2012
Hér geturðu horft á Microsoft kynninguna í heild: