Apple kynnir iPhone 5

Núna rétt áðan kynnti Apple endurhannaðan iPhone 5 síma. Fátt kom á óvart við sjálfan síman þvi nánast allar upplýsingar um síman hafa í raun lekið út.

Nýtt útlit
Síminn kemur í endurhönnuðu útliti sem er ekki ólíkt iPhone 4 en bakhlið simans er úr áli. Skjárinn er örlítið stærri eða 4″. Það hefur ekki mikil áhrif á stærð símans þvi hann er jafn breiður og forverinn en örlítið hærri. Síminn er þó talsvert léttari eða 112 gr en iPhone 4S var 137 gr. Skjárinn er með 1136X640 díla upplausn og 326 ppi.

 

 

Hugbúnaður
Síminn kemur uppsettur með nýjustu útgáfuna af iOS 6. Vegna þess hve skjárinn hefur stækkað mun nú fimmta röðin af öppum birtast á heimaskjánum. Ekki kom nægilega skýrt fram hvernig síminn mun sýna hugbúnað sem ekki er sérhannaður fyrir nýju upplausnina. Líklegt er að sum forrit verði með svörtum ramma uppi og niðri.

Myndavélin
Myndavélin í símanum er 8milljón díla eins og í 4S en öll uppfærð og ætti að skila mun betri myndum í lélegum birtuskilyrðum. Video upptakan er 1080p og loksins er hægt að taka ljósmyndir á sama tíma og síminn tekur upp video. Myndvélin að framan er einnig uppfærð og styður 720p upplausn. Síminn kemur með nýjum A6 örgjörva sem er 2X öflugri en A5 og 20% minni.


Hljóð

Á símanum eru þrír hljóðnemar og styður síminn HD hljóð. Hátalarinn er einnig endurhannaður. Martröð margra rætist einnig þvi 30-pinnna tengið tilheyrir nú sögunni og nýtt 8 pinna tengi tekur við. Það er á stærð við Micro USB. Í raun kom fátt á óvart því bæði eru Apple orðnir óttalega fyrirsjáanlegir og flest allt markvert lak út fyrir löngu.

Fylgist með hér á Simon.is því við munum fjalla ítarlega um iPhone 5 síðar.

1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] Eins og við greindum frá í gær kynnti Apple nýjustu kynslóð iPhone símans. Síminn kemur uppsettur með iOS 6, skartar 4″ skjá með 1136×640 díla upplausn, bættu hljóði og betri myndavél. Það var ekki margt sem kom á óvart því flestar af þessum upplýsingum höfðu lekið út nokkrum mánuðum fyrir viðburðinn. […]

Comments are closed.