Plants vs. Zombies – Umfjöllun

Nú er Zombie vikunni okkar á Simon.is að ljúka og okkur fannst viðeigandi að enda þetta á móður allra Zombie leikja: Plants vs. Zombies. Leikurinn kom fyrst út á PC og Makka árið 2009 en hefur síðan þá verið gefinn út fyrir flestar tegundir leikjatölva og snjallsíma. Leikurinn er í grunninn varðturnaleikur (Tower Defense) þar sem spilarinn reynir að varna því að upvakningar brjótist inn til hans og éti úr honum heilann. Eina sem hann hefur sér til varnar ery ýmsar tegundir af plöntum og blómum. Hljómar kannski ekkert sérstaklega spennandi en staðreyndin er að þrátt fyrir að vera rúmlega þriggja ára gamall þá er Plants Vs. Zombies ennþá einn besti leikur sem fáanlegur er í dag.

 

Í grófum dráttum virkar leikurinn þannig að þú þarft að hafa stjórn á 5-6 brautum sem upvakningarnir ganga eftir. Þú gróðursetur  plöntu á hverja braut fyrir sig og hefur til þess ýmsar tegundir af plöntum. Eftir því sem líður á leikinn færðu svo öflugri plöntur til að takast á við sí-öflugri upvakninga. Eins og með alla varðturna leiki eru margar leiðir til að klára hvert borð og í raun engin ein rétt leið. Í leiknum eru nokkur mismunandi umhverfi. Allt frá einföldum garði (sjá mynd), garði með sundlaug, næturborð og upp á þaki.

Þrátt fyrir að fjalla um uppvakninga og heilaát þá er leikurinn er hress og skemmtilegur og fullur af húmor. Hann er hinsvegar ekki léttur og tekur góðan tíma að klára hann. Þar að auki bætast við nokkur skemmtileg aukaborð þegar búið er að klára aðalleikinn.

Við hjá Simon.is mælum eindregið með Plants vs. Zombies og gefum honum því 9.0 í einkunn. Leikurinn kostar $1,24 á iPhone, $3,75 á iPad og $2.99 í Google Play Store.

 

Simon.is á fleiri miðlum