Samsung kynnir Galaxy SIII

Rétt í þessu var Samsung að kynna Galaxy SIII. Við hjá Simon.is reyndumst nokkuð sannspáir í grein okkar fyrr í dag. Það eina sem í raun hafði ekki lekið út var hvernig útlit símans yrði. Síminn er með 4.8″ Super AMOLED skjá með 1280X720 pixla upplausn. Samsung minntist ekkert á örgjörvann sem er þó án efa Exynos 4 Quad. Síminn kemur með 8 megapixla myndavél og 1,9 megapixla myndavél að framan fyrir myndsímtöl. Það tekur aðeins 990 millisekúndur að að ræsa myndavélina þannig að enginn ætti að missa af kodak augnablikinu. Síminn mun hafa NFC sendi ásamt Wifi og bluetooth 4.0. Batteríið er það stærsta sem sést hefur í síma frá Samsung eða 2.100mAh. Síminn lítur ekki ósvipað út og Galaxy Nexus síminn en skjárinn er þó aðeins stærri. Einnig er hann með heim takka og tveimur snertitökkum sitthvoru meginn við hann. Síminn vegur 133 gr og er 8,6 mm á þykkt. Hægt verður að fá símann í tveimur litum, Marble White og Pebble Blue sem er fancy útgáfa af hvítum og dökkbláum. Samsung kynnti einnig þráðlausa hleðslustöð fyrir símann.

Það er ekki bara síminn sjálfur sem skiptir máli heldur kynnti Samsung ýmsar viðbætur við Android 4.0. Stærsta fréttin er S Voice  sem er svar Samung við Siri frá Apple. Með forritnu skilur síminn einfaldar raddskipanir. Smart stay er forrit sem notar myndavélina að framan til að fylgjast með því hvert þú horfir á skjáinn og frá hvaða sjónarhorni. Símnn stillir svo birtuna eftir þörfum. S Beam sendir stór skjöl í annan SIII síma.

Galaxy SIII er væntanlegur í verslanir í evrópu 29. maí. Ekkert verð var gefið upp en ætla má að hann verði á um 110 – 140 þúsund á Íslandi. Við munum að sjálfsögðu fjalla nánar um símann fljótlega.

 

Hér má sjá auglýsingu fyrir símann.

 


Simon.is á fleiri miðlum