Entries by Andri Valur

Nýjar iPhone 4S auglýsingar – Siri aðstoðar stjörnurnar

Apple birti tvær nýjar auglýsingar á Youtube í gær, þar sem Hollywood stjörnur eru í aðalhlutverki. Sem áður leggur fyrirtækið áherslu á möguleikana sem fylgja Siri, persónulega aðstoðarmanninum. Samuel L. Jackson undirbýr rómantískt stefnumót með aðstoð Siri. [youtube id=”azBzUEFZIss” width=”600″ height=”350″]   Zooey Deschanel ákveður að halda sig innandyra því úti er rigning. [youtube id=”EP1YAatv1Mc” width=”600″ […]

Myndaleitið og þér munuð finna

Þegar ég gekk eftir ganginum í Leifsstöð á dögunum fékk ég einfalda spurningu. Bent var á skilti á veggnum og spurt, hvar er þessi klettur og hvað heitir hann? Ég þóttist vita að kletturinn væri fyrir norðan en gat ómögulega komið fyrir mig nafninu. Eins og svo oft áður kom það sér vel að vera […]

Apple auglýsir nýja iPad – Myndband

Nýi iPad kemur í verslanir á föstudaginn í Bandaríkjunum og nokkrum löndum. Viku síðar, á föstudaginn 23.mars, kemur hann í verslanir mjög víða, m.a. á Íslandi. Apple er nú þegar byrjað að auglýsa iPadinn í sjónvarpi. Augljóst er að fyrirtækið leggur mikla áherslu á gæði skjásins og ýmsa möguleika á myndvinnslu í þessu nýja tæki. […]

Settu upp HÍ póstinn í iPhone – Leiðbeiningar

Við fengum fyrirspurn hvort við gætum aðstoðað við að setja upp Háskóla Íslands póstfang í iPhone. Úr varð að setja saman leiðbeiningar sem allir ættu að geta notað til að setja upp HÍ póstfang í símann. Leiðbeiningarnar miðast við uppsetningu í iOS 5 og gildir því jafnt um iPhone, iPad og iPod Touch. Uppsetning í […]

iOS 5.1 er komið út

iOs 5.1 er komið út. Sú nýjung fylgdi 5.0 útgáfunni að hægt er að uppfæra stýrikerfið í símanum þráðlaust þ.e. án þess að tengja hann við tölvu og iTunes. Hjá mér er uppfærslan  189 MB yfir þráðlaust net en 803 MB við uppfærslu í iTunes. Ekki er verra að taka afrit af gögnum í iTunes fyrir […]

Strætó app líka í iPhone

Í byrjun vikunnar fjölluðum við um strætó app fyrir Android. Þá var svoleiðis ekki í boði fyrir iOS tæki. Nú hefur það breyst því seinni partinn í síðustu viku kom langþráð Strætó app í App Store.                  Eins og appið sem við fjölluðum um á dögunum er þetta app ekki […]

Clear appið er virkilega flott „to do” app

Clear heitir iOS app sem er einskonar verkefnalisti og heldur utan um hluti sem þú þarft að muna (to do lists). Það er til fjöldinn allur af svona öppum, meðal annars er eitt innbyggt í iOS, en það sem Clear hefur fram yfir flest hinna er virkilega töff hönnun. Allar aðgerðir eru framkvæmdar með því […]