iOS 5.1 er komið út
iOs 5.1 er komið út. Sú nýjung fylgdi 5.0 útgáfunni að hægt er að uppfæra stýrikerfið í símanum þráðlaust þ.e. án þess að tengja hann við tölvu og iTunes. Hjá mér er uppfærslan 189 MB yfir þráðlaust net en 803 MB við uppfærslu í iTunes. Ekki er verra að taka afrit af gögnum í iTunes fyrir þá sem vilja vera öruggir. Þó ætti iCloud að hafa afrit af gögnum símans ef allt er rétt stillt.
Til að uppfæra símann farið þið í Settings – General – Software Update
Við vörum fólk við að uppfæra aflæsta síma. Þá fer allt í rugl.
Það helsta sem þessi uppfærsla hefur að bjóða:
- Siri á japönsku.
- Hægt að eyða myndum úr Photo stream.
- Myndavélahnappur er nú alltaf sjáanlegur þegar síminn er læstur (áður þurfti að tvísmella á home takkann til að myndavélahnappurinn birtist).
- Andlitsgreining greinir nú öll andlit á hverri mynd.
- Endurhannað myndavéla-app í iPad.
- Genius Mixes og Genius lagalistarnir fyrir iTunes Match áskrifendur.
- Hljóð fyrir sjónvarpsþætti og kvikmyndir í iPad lagað svo hljóðið verði hærra og betra.
- Hægt að stjórna spilunarhraða á hlaðvarpi (e. podcast) og spóla til baka um 30 sekúndur í einu í iPad.
- Aukin rafhlöðuending.
- Löguð villa sem olli því stundum að hljóðið datt út þegar hringt var úr símanum.