Apple birti tvær nýjar auglýsingar á Youtube í gær, þar sem Hollywood stjörnur eru í aðalhlutverki. Sem áður leggur fyrirtækið áherslu á möguleikana sem fylgja Siri, persónulega aðstoðarmanninum.
Samuel L. Jackson undirbýr rómantískt stefnumót með aðstoð Siri.
Zooey Deschanel ákveður að halda sig innandyra því úti er rigning.
Það eru væntanlega einhver ár í að Siri nýtist okkur svona vel á Íslandi.
Simon.is á fleiri miðlum
One Comment »