Sækir þú 25 milljarðasta appið í Appstore?

Innan nokkurra daga verða sótt öpp í Apple App Store orðin fleiri en 25 milljarðar frá því verslunin opnaði í júlí 2008. Af þessu tilefni setti Apple í gang leik sem gengur út á að sá sem sækir app númer 25.000.000.000 (tuttugu og fimm milljarðar) fær að launum $10.000 eða ríflega 1,2 milljónir króna.
Það er því um að gera að drífa sig í Appstore og sækja öll þau öpp sem hugurinn girnist. Leikurinn gildir hvort sem borgað er fyrir appið eða það er frítt.

Sjá nánar á vefsíðu iTunes.
Reglur leiksins fyrir þá sem hafa áhuga.

Ef talningin heldur svipðum hraða sýnist mér að keppninni ljúki á fimmtudagskvöld eða aðfararnótt föstudags. Hafa ber í huga að skiltið með talningunni er einungis nálgun og því ómögulegt að segja hvort 25 milljarðasta appið verði sótt í dag, á morgun, á fimmtudag eða hvenær. Það verður þó allavega á næstu dögum.

 

Uppfært 24.febrúar – Eitthvað hefur útreikningurinn klikkað eða hægst á upptalningunni. Eins og staðan er núna vantar nærri 380 milljón öpp svo takmarkið náist. Það eru því nokkrir dagar til stefnu. Reglurnar eru þannig að maður getur sótt 25 öpp á sólarhring til að vera með í keppninni. Allt umfram það telur ekki. Þá endurtek ég að þessi upptalning er einungis gerð til að gera leikinn skemmtilegri. Mögulega hefur markinu verið náð og mögulega næst það ekki fyrr en í næstu viku.

Simon.is á netinu