Núna er rétti tíminn til að selja gamla iPadinn – iPad 3 er væntanlegur

Eins og við sögðum frá nýlega verður ný iPad spjaldtölva líklega kynnt 7. mars næstkomandi. Það má því búast við því að verð á notuðum iPad spjaldtölvum muni lækka á næstu dögum.

Mynd: Mashable.com / Nextworth

Myndin hér að ofan sýnir hversu hratt hinn upprunalegi iPad lækkaði í verði á eBay rétt áður en iPad 2 var kynnt. Nú eru rúmlega tvær vikur í að hinn nýja spjaldtölva frá Apple verður kynnt og því tímabært að setja upp auglýsingu á Bland.is eða Maclantic.is og selja gömlu græjuna. Að sama skapi skaltu bíða í nokkrar vikur ef þú ert að leita að iPad 2 á hagstæðu verði.
Heimild:
Mashable.com

Simon.is á netinu