Nýr iPhone 4S kynntur!

Enginn iPhone 5

Það verða að teljast gríðarleg vonbrigði að Apple hafi ekki kynnt nýjan iPhone 5 fyrr í kvöld. Hinn nýji iPhone 4S lítur alveg eins út og gamli iPhone 4 en hefur fengið smá uppfærslu. Það ber helst að nefna nýjan A5 dual core örgjörva og nýjan þrívíddarhraðal en myndavélin var líka uppfærð upp í 8 megapixla og getur nú tekið upp full HD 1080p myndskeið. Hægt er að fá 16, 32 og 64GB útgáfur af símanum í bæði svörtu og hvítu.

Mynd: Apple.com

Hér má samanburð á innvolsi iPhone 4S og Samsung Galaxy S2.

Mynd: tipb.com

 

Nýjungar

Nýja iOS5 stýrikerfið fyrir iPhone, iPad og iPod touch var kynnt formlega og er væntanlegt 12. október. Annað markvert sem kynnt var áðan er iCloud þjónustan sem auðveldar að samræma gögn milli allra iOS og Mac tækja og Siri – ný þjónusta sem er einungis í boði fyrir iPhone 4S notendur. Mögulega verður Siri líka í boði á iPad 2 því það er gerð krafa um að tækið sé með hinn nýja A5 örgjörva. Í stuttu máli er Siri “voice recognition” þjónusta sem sækir gögn frá Wikipedia og Wolfram alpha meðal annarra. Þú getur spurt hvernig veðrið sé, beðið Siri um að vekja þig á ákveðnum tíma og sett áminningu í dagatalið þitt svo eitthvað sé nefnt. Það er ekki beint hægt að segja að þetta sé nýtt af nálinni en vissulega sniðug viðbót fyrir iOS notendur – sem tala ensku.

Mynd: Apple.com

Er það þess virði að skipta út gamla iPhone 4?

Nýjungarnar sem voru kynntar áðan eru ekki mjög viðamiklar:  betri myndavél, örgjörvi og þrívíddarhraðall. Okkur finnst það ekki beint líklegt að margir fari að hlaupa til og skipta út iPhone 4 fyrir hinn “nýja” 4S en það var samt kominn tími á þessa uppfærslu ef Apple ætlar að halda í við samkeppnina.

 

Heimildir:

Gizmodo.com

Engadget.com

Apple.com

1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] stór uppfærsla fyrir forritið í símum og gera það samkeppnishæft á við Siri, sem kom með iPhone 4s. Majel […]

Comments are closed.