PlayStation Vita

Í fyrradag kom nýjasta leikjatölva SONY, PS Vita í sölu. Tölvan er arftaki PSP tölvunnar sem kom fyrst út 2004. Tölvan er með 5″ OLED skjá og grafíkin er ekki langt frá því sem PS3 og X-Box 360 bjóða upp á. Ódýrasta útgáfan kostar 49.990 og leikirnir frá 4-10 þúsund krónur. Við hjá Simon.is prufuðum tölvuna  í vikunni og munum á næstu dögum fjalla ítarlega um hana. Við vildum gefa ykkur smá forskot á sæluna með þessum myndum sem við tókum.