Við hverju má búast í iOS9?

Síðustu iOS uppfærslur buðu upp á stórar breytingar eins og nýtt viðmót, Continuity, Apple Pay, lyklaborð frá öðrum framleiðendum og fleira.

iOS 8

Með iOS 9 mun Apple líklega einblína á að fínpússa eiginleika sem bættist við með iOS 7 og iOS 8. Margir þurftu nánast að tæma símana sína til að uppfæra upp í iOS 8 því uppfærslan tók nokkur gígabæt sem Apple var harðlega gagnrýnt fyrir á sínum tíma. Þetta verður lagað með iOS 9 ásamt því að búast má við færri villum og stöðugra stýrikerfi.

Samkvæmt Macrumors.com eru starfsmenn Apple nú þegar byrjaðir að prófa iOS 9 miðað við heimsóknartraffík á síðunni þeirra.

Apple iOS9 traffík
Mynd frá Macrumors.com – heimsóknir á Macrumors frá iOS 9 tækjum

Auðvitað má búast við einhverjum nýjungum eins og möguleika á að skipta skjánum á iPad í tvennt og vinna í tveimur öppum í einu líkt og Samsung notendur þekkja. En aðal áherslan verður á að laga það sem virkar illa í dag.

Heimildir:
Macrumors
9to5Mac