StumbleUpon – dettu inn á skemmtilegu hluta netsins

StumbleUpon hjálpar þér að finna hinar ýmsu upplýsingar um hinn víða heim internetsins

Þegar appið er komið í símann þarf að tengja sig inn á StumbleUpon aðganginn sinn eða búa til aðgang. Hægt er að tengja aðganginn við Facebook eða Google. Eftir að aðgangurinn hefur verið stofnaður þarf að velja flokka sem notandinn hefur áhuga á og eru valmöguleikarnir margir eða um 503.

[youtube id=”F8DtI9e4xZ8″ width=”600″ height=”350″]

Eftir að ákveðið hefur verið hvaða flokka notandinn hefur áhuga á að rekast á er bara að byrja. Nóg er að ýta á StumbleUpon takkann sem er neðst til vinstri. Hliðina á StumbleUpon takkanum er mynd af plús sem leyfir notenandum að bæta við flokkum. Miðju takkinn leyfir notendanum að skoða aðganginn sinn, hvað líkað hefur við, hverjum maður er að fylgjast með, hverjir eru að fylgjast með manni, hvaða rásir maður er meðlimur í. Einnig er hægt að skoða söguna sína á StumbleUpon. Næstu valmöguleikar eru upplýsinga takki sem gefur upplýsingar um forritið og að lokum er það valmöguleiki sem leyfir þér að endurnýja upphafsskjáinn.

Með því að velja valmöguleika takkann á símanum sjálfum er hægt að loka appinu, aftengjast StumbleUpon, fá upplýsingar um útgáfu appsins, skoða stillingarnar í appinu og að lokum er hægt að tengja appið við Facebook, Twitter eða skanna símaskránna eftir öðrum StumbleUpon notendum.

Þegar notandinn hefur byrjað að nota StumbleUpon er hægt að líka við efnið sem kemur upp eða líka ekki við það. Þetta hjálpar appinu að birta efni sem hentar notandanum. Hægt er að deila því efni sem maður rekst á í gegnum allar þær deili leiðir sem síminn bíður upp á (google , facebook, twitter en einnig er hægt að senda efnið í gegnum póst eða aðrar leiðir)
Því næst er hægt að spjalla um  greinarnar sem notandinn hefur rekist á við hverja grein sem farið er inn á.

Þetta app er þvílíkur tímaþjófur, en við elskum að fá það til að leiða okkur í gegnum netið og fæða okkur á hinum ýmsu upplýsingum og hlutum sem eru á netinu sem okkur dettur í hug sem og þeim hlutum sem okkur dettur ekki í hug.

Hægt er að fá appið fyrir Android og iPhone síma. Unnið er að því að þróa appið fyrir Windows Phone en engin plön eru á að appið komi fyrir Symbian.

 

StumbleUpon fyrir iPhone