Android Wear: Nýtt snjalltækjakerfi frá Google
Google kynnti í dag Android Wear, nýtt stýrikerfi fyrir klæðanleg snjalltæki (e. wearables). Í fyrstu leggja þeir áherslu á snjallúr, en segja að í náinni framtíð munu enn fleiri tæki geta nýtt sér stýrikerfið. Í myndbandi sem Google gaf út er sýnt dæmi um hvernig snjallúr geta nýtt sér Android Wear. Þar sést hvernig úrin nota viðmót sem er alveg eins og Google Now og birtir upplýsingar eftir staðsetningu, tímasetningu og samhengi. Þannig geta notendur fengið upplýsingar sem skipta máli á hverju augnabliki beint í úrið. Kerfið er því hannað til þess að vera framlenging á snjalltækjum. Með því er hægt að stjórna þeim og fá upplýsingar fljótt án þess að þurfa að taka símann úr vasanum eða spjaldtölvuna úr töskunni. Í lokinn á myndbandinu er úrið notað til að opna bíslkúrshurðina. Það er ágætis vísbending um það hvað Google ætlar að gera við Nest fyrirtækið.
[youtube id=”QrqZl2QIz0c” width=”600″ height=”350″]
Það verður mjög spennandi að fylgjast með þróunina á Android Wear og hvort að Google muni gefa út snjallúr líkt og þeir hafa gert með Nexus snjallsímana og spjaldtölvurnar. Google er í samstarfi við raftækja framleiðendur, hönnuði og tískuhús og er því ekki ólíklegt að þeir gefi út sitt eigið úr. Google gefur undir fótinn í tilkynningunni með að Android Wear muni koma í bíla, vasa og úlnliði í náinni framtíð. Sjálfur nota sjálfur Google Now mikið á mínum síma og gæti vel hugsað mér að nota úr sem gerir þá upplifun enn betri, hvort sem það sé með snjallúri eða einherju öðru.
Hér má svo sjá annað myndband þar sem farið er nánar yfir virkni Android Wear.
[youtube id=”0xQ3y902DEQ” width=”600″ height=”350″]