Strætó app líka í iPhone

Í byrjun vikunnar fjölluðum við um strætó app fyrir Android. Þá var svoleiðis ekki í boði fyrir iOS tæki. Nú hefur það breyst því seinni partinn í síðustu viku kom langþráð Strætó app í App Store. 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins og appið sem við fjölluðum um á dögunum er þetta app ekki á vegum Strætó BS, heldur var það Árni Jónsson forritari sem hannaði það. Appið er ekki flókið. Upphafsskjárinn er rauntímakort þar sem sést í rauntíma hvar strætóbifreiðar á völdum leiðum eru staðsettar. Þá býður appið upp á að hafa einungis kveikt á þeim leiðum sem maður vill sjá. Fleira býður appið ekki upp á.

Vissulega er þetta ekki jafn ítarlegt app og android appið sem við fjölluðum um í vikunni. Þetta er fyrsta útgáfa og geri ég ráð fyrir að með næstu uppfærslum komi inn viðbætur sem geri þetta enn betra. Forritarinn segir að í næstu útgáfu komi inn tímatöflur. Vonandi verður það fljótlega. Þetta er þó klárlega flott byrjun fyrir það sem koma skal.

 Strætó appið í App Store.

qrcode

Simon.is á netinu