Entries by Andri Valur

Sala hafin á aukahlutum fyrir iPhone 5

Það er margt óljóst með nýjan iPhone sem reiknað er með að Apple kynni þann 12. september næstkomandi. Til dæmis er óljóst hvað tækið mun kallast og auðvitað hvernig útlit og innvols verður. Engu að síður er Spigen.com síðan byrjuð að selja skjávörn fyrir iPhone 5 (eins og þeir kalla hann) og ætlar að hefja sölu á […]

Samanburður á hönnun nýja iPhone og Galaxy SIII

Anitmated visual hefur búið til nokkur myndskeið þar sem borin er saman hönnunin á Samsung Galaxy SIII annars vegar og svo nokkrum mismunandi útgáfum af nýja iPhone hins vegar. Önnur útgáfan er með iPhone með 4″ skjá en hin með minni skjá. Að neðan eru þrjú myndbönd frá Animated visual. [youtube id=”CS4ONMGU0U8″ width=”600″ height=”350″] iPhone […]

Ljósmyndari Guardian notar iPhone til að mynda Ólympíuleikana

Ljósmyndari Guardian fréttamiðilsins Dan Chung notar iPhone 4 og 4S síma með ýmsum mismunandi linsum til að mynda Ólympíuleikana. Hann heldur úti ljósmyndabloggi á vefsíðu miðilsins þar sem hann birtir reglulega myndir frá leikunum. Dan notar Snapseed appið til að vinna myndirnar.  Þá notar hann Schneider linsu fyrir “fiskiaugað” og er jafnframt með Canon kíki […]

Nú er það Hr. Scorsese sem spjallar við Siri

Ný iPhone 4S auglýsing birtist á YouTube í gær. Eins og í síðustu auglýsingum einblínir Apple á fræga fólkið í Hollywood og Siri. Við höfum áður sagt frá því þegar John Malkovich spjallar við Siri og einnig þegar Siri aðstoðar Samuel L. Jackson og Zooey Deschanel. Nú er röðin komin að Martin Scorsese leikstjóra að nota það […]

10 GB á 500 kr. – Það verður ekki ódýrara

Við höfum reglulega fjallað um gagnamagn hér á Simon.is enda er það mikilvægur þáttur í því að eiga og nota snjallsíma og spjaldtölvur. Nú hefur Tal stigið skrefinu lengra og býður gagnamagn á verði sem hefur ekki sést áður. Tíu gígabæt á 500 krónur fyrir þá sem eru með farsíma í áskrift. Til samanburðar settum […]

Það kostar um 170 krónur á ári að hlaða iPad og 32 krónur fyrir iPhone

Ef þú hleður iPad annan hvern dag í heilt ár jafngildir notkunin um 12 KWst og kostar hver þeirra 5,89 krónur 14-15 krónur. Eitt ár kostar því ríflega 170 krónur. Þetta sýnir ný rannsókn EPRI stofnunarinnar (Electric Power Research Institute) sem er sjálfstæð óháð rannsóknarstofnun í Bandaríkjunum. Samkvæmt sömu rannsókn þarf iPhone 3G eigandi um 2,2 […]

Þjóðvegur uppvakninganna – Zombie higway

Þjóðvegur uppvakninganna eða Zombie Higway er ekki mjög flókinn leikur. Maður keyrir um í landi uppvakninga  og reynir að lifa af. Uppvakningarnir leynast víða, stökkva á bílinn og reyna að velta honum á hliðina og éta þig. Til að losna við hangandi ógnina af bílnum þarf maður að keyra utan í ónýta bíla sem eru stopp […]

Knöttur – Nýtt app sem veit allt um íslenska knattspyrnu

Á dögunum sögðum við ykkur frá KR-appinu og lýstum jafnframt eftir svipuðu hjá fleiri liðum og helst appi fyrir alla Pepsi deildina. Þetta er app er til. Ekki bara fyrir Pepsí deild karla heldur einnig fyrir kvennadeildina og 1. og 2. deild karla. Appið heiti . Í appinu er hægt að sjá allskonar upplýsingar eins […]