Þjóðvegur uppvakninganna – Zombie higway

Þjóðvegur uppvakninganna eða Zombie Higway er ekki mjög flókinn leikur. Maður keyrir um í landi uppvakninga  og reynir að lifa af. Uppvakningarnir leynast víða, stökkva á bílinn og reyna að velta honum á hliðina og éta þig. Til að losna við hangandi ógnina af bílnum þarf maður að keyra utan í ónýta bíla sem eru stopp í vegkantinum eða að skjóta uppvakningana. Eftir því sem lengra líður á leikinn eykst úrvalið af vopnum og bílum.

Markmið leiksins er sem sagt að hanga sem lengst á lífi þar til uppvakningarnir ná þér og éta þig lifandi, sem gerist alltaf á endanum!
Þetta er ágætis leikur. En eins og með flesta leiki sem ég spila í símanum fékk ég fljótt leið á honum.

Hér má sjá myndband af leiknum í spilun:

[youtube id=”LVLkq8wVlCM” width=”600″ height=”350″]

Eins og er fæst leikurinn einungis í App Store fyrir iOS tæki og kostar $1.  Vonandi hann í boði í Android tækjum sem fyrst.

Simon.is á fleiri miðlum