Það kostar um 170 krónur á ári að hlaða iPad og 32 krónur fyrir iPhone

Ef þú hleður iPad annan hvern dag í heilt ár jafngildir notkunin um 12 KWst og kostar hver þeirra 5,89 krónur 14-15 krónur. Eitt ár kostar því ríflega 170 krónur. Þetta sýnir ný rannsókn EPRI stofnunarinnar (Electric Power Research Institute) sem er sjálfstæð óháð rannsóknarstofnun í Bandaríkjunum.

Samkvæmt sömu rannsókn þarf iPhone 3G eigandi um 2,2 KWst á ári til að halda símanum sínum á lífi. Það kostar því um 32 krónur. iPhone 3G er með 1150 mAh rafhlöðu og 4S er með 1430 mAh. Það má því ætla að það kosti örfáum krónum meira að hlaða iPhone 4S. Þetta eru samt fjárhæðir sem tekur sig varla að nefna.

Ég verð að viðurkenna að þessar tölur koma mér virkilega á óvart. Ég bjóst í sjálfu sér ekki við því að það væri rándýrt að hlaða snjallsíma en ég hefði aldrei giskað á að það væri svona ódýrt.

Fréttatilkynning EPRI.

Uppfært: Adam var ekki lengi í rafmagnsparadís! Ég fékk ábendingu frá einstaklingi sem þekkir rafmagnsmálin betur en ég. Það er víst ekki nóg að borga fyrir rafmagnið sjálft, heldur þarf maður að borga fyrir að fá það heim að dyrum auk allskonar skatta og önnur gjöld. Í heildina kostar KWst því um 14-15 krónur. Leiðrétti ég tölurnar að ofan með tilliti til nýjustu talna. Þetta breytir niðurstöðunni í sjálfu sér ekki mikið. Ég hefði alltaf haldið að það kostaði nokkur þúsund á ári að hlaða svona græju frekar en þessar fjárhæðir.  

 

Simon.is á fleiri miðlum