Entries by Andri Valur

Apple kynnir iPad Air

Eins og flestir málsmetandi menn höfðu spáð fyrir um afhjúpaði Apple nýjar iPad spjaldtölvur á kynningu sinni fyrr í dag. Er um að ræða uppfærðan iPad mini og iPad Air. iPad Air, sem er fimmta kynslóð, verður töluvert þynnri og léttari en fyrri iPad spjaldtölvur í fullri stærð. Hann verður á bilinu 20-40% þynnri og […]

Breyttu snjallsímanum í stafræna smásjá á einfaldan hátt

Með snjallsíma er hægt að gera svo mikið meira en að hringja símtöl og senda sms. Við rákumst á þessa leiðbeiningar hjá Instructables um hvernig nota má snjallsímann sem stafræna smásjá, á ódýran og einfaldan hátt. Það sem til þarf er viðarplata, þrír langir boltar, nokkrar rær og flugurær, leiser-bendir, vasaljós og plexigler. Að auki þarf borvél og […]

Sony að gefa út linsumyndavélar fyrir snjallsíma?

Nú berast þær fréttir að Sony ætli á næstu vikum að setja á markað nýjung sem mætti kalla linsumyndavél og er notuð með snjallsímum. Um er að ræða linsur með innbyggðri ljósflögu og örgjörva, minniskortarauf og þráðlausu sambandi yfir Wifi og NFC. Linsunni er smellt á snjallsímann og myndatökunni stjórnað úr símanum. Sagt er að […]

Google bíllinn mun mynda götur á Íslandi

Gera má ráð fyrir að Google street view mun bráðlega innihalda myndir af götum á Íslandi því frést hefur að Google bíll sé á leið til landsin með Norrænu til að mynda götur landsins. Það var eigandi iStore á Íslandi sem sagði frá þessu á Facebook síðu verslunarinnar, en hann er um borð í Norrænu og […]

Myndasamanburður – Snjallsímar vs. myndavél

Phone Arena vefsíðan gerði fróðlegan samanburð á myndavélum í völdum snjallsímum og myndavél frá Samsung. Nánar tiltekið var gerður samanburður á myndum úr Samsung Galaxy myndavél og Galaxy SIII, iPhone 5 og Nokia 808 Pureview snjallsímum auk Galaxy note II. Samanburðurinn fór þannig fram að teknar voru myndir við tilteknar aðstæður og þær bornar saman. […]

Vine – Nýtt video app frá Twitter

Á dögunum gat Twitter út appið Vine. Twitter vonar að Vine geri það sama fyrir myndbandsupptöku og instagram gerði fyrir ljósmyndun. Vine gengur út að taka upp 6 sekúndna myndband og deila því með vinum þínum á Vine. Hægt er að deila myndbandinu á Twitter og Facebook og auðvitað er #hashtag í boði. Myndbrotin sem […]

Búðu til hringitóna fyrir iPhone – leiðbeiningar

iPhone eigendur þekkja það flestir að hafa lítið úrval af hringitónum í símanum. Þetta eru sömu 4-5 hringitónarnir sem “allir” nota. Persónulega finnst mér pirrandi þegar ég heyri iPhone hjá einhverjum hringja, sem er með hringitóninn sem ég nota sem vekjara. Þekkja þetta ekki flestir iPhone eigendur? Auk þess eru eru jólin á næsta leyti og […]

Nokia Here götukortin komin í iPhone

Við sögðum frá því í síðustu viku að Nokia hyggðist á næstunni gefa út app fyrir iPhone og önnur iOS tæki með Nokia götukortum. Appið er nú komið í AppStore. Okkur hefur ekki gefist tími til að prufa appið en við munum segja ykkur nánar frá því síðar. Eins er ykkur velkomið að segja okkur […]

Nokia götukort í iPhone

Á næstu vikum kemur á markað götukort frá Nokia fyrir iPhone og önnur iOS tæki. Here eða “hérna” er nýtt nafn á kortaþjónustu Nokia. Þetta tilkynnti Nokia í gær og kynnti jafnframt áform sín um aukna útbreiðslu og notkun á kortagrunni fyrirtækisins. Eins og mörgum er kunnugt stendur Nokia framarlega þegar kemur að götukortum og […]