Apple auglýsir nýja iPad – Myndband

Nýi iPad kemur í verslanir á föstudaginn í Bandaríkjunum og nokkrum löndum. Viku síðar, á föstudaginn 23.mars, kemur hann í verslanir mjög víða, m.a. á Íslandi. Apple er nú þegar byrjað að auglýsa iPadinn í sjónvarpi. Augljóst er að fyrirtækið leggur mikla áherslu á gæði skjásins og ýmsa möguleika á myndvinnslu í þessu nýja tæki. Sjáið meðfylgjandi auglýsingu.

http://youtu.be/DJxZ0HVQXo8

Einnig má sjá nokkuð ítarlegt ríflega fimm mínútna myndband frá Apple þar sem fjallað er um allt það helsta sem nýi iPad hefur upp á bjóða.

http://youtu.be/AEngFNb5CRU