Entries by Axel Paul

Strætó appið – Gagnlegt en étur gagnamagn!

Athugasemd: Strætó BS hafði samband við Simon.is eftir birtingu fréttarinnar. Þeir vilja koma því á framfæri þeir séu að vinna hörðum höndum að uppfærslu til þess að lagfæra gallann.  Strætó bs. gaf loksins út “official” strætó app í síðustu viku. Fyrir voru til tvö strætó öpp, Strætó (beta) frá Alda Software og Taktu Strætó eftir Kristján […]

Nýtt íslenskt app fyrir iPad opnað formlega af menntamálaráðherra á degi íslenskrar tungu

Föstudaginn 16. nóvember, á degi íslenskrar tungu, mun sprotafyrirtækið Ís-leikir ehf. gefa út nýtt íslenskt smáforrit fyrir iPad sem kallast Segulljóð og verður það til sölu í App-búðum um allan heim. Í hádeginu mun Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra opna forritið með því að semja ljóð í gegnum það og senda inn á Segulljod.is. Um er að […]

Google Android viðburðinum frestað vegna fellibyls

Google Android viðburðinum sem átti að halda mánudaginn 29. október hefur verið frestað vegna fellibylsins Sandy. Viðburðurinn átti að vera við höfnina New York, en þar sem að lýst hefur verið yfir neyðarástandi í borginni sá Google sig knúið til þess að fresta viðburðinum. Google neyddist einnig til þess að fresta viðburði síðasta árs vegna […]

Ebækur.is: íslenskar bækur í spjaldtölvur og síma

Ebækur.is er nýr íslenskur vefur sem opnaði 5. október síðastliðinn. Vefurinn er í eigu D3 miðla sem reka einnig vefinn Tónlist.is. Það sem veitir vefnum sérstöðu á íslenskum markaði er að allt efni á honum er einnig hægt að lesa á snjallsímum og spjaldtölvum. Ebækur gáfu út app sem er gert af Bluefire Productions og […]

Tilboðsvaktin: Samsung Galaxy SII á 69.990 kr.

Við hjá Simon.is höfum ákveðið að birta góð tilboð á snjallsímum og tengdum vörum ef okkur þykir tilboðin vera góð. Núna um helgina verður Samsung Galaxy SII, sem fékk einkunnina 8,0 hjá okkur, á tilboðsverði í verslunum Vodafone og Buy.is. Hann mun kost  69.990 krónur á báðum stöðum, sem er 10 þúsund króna lækkun frá […]

Samsung skjóta fast á Apple í nýjum auglýsingum

Þó svo að Apple hafi haft sigur úr býtum gegn Samsung í dómssal hafa herbúðir suður-kóreska tæknirisans ekki lagt vopnin til hliðar. Í nýjustu auglýsingum sínum skjóta Samsung menn hart á Apple og spara ekkert stóru orðin. Þeir segja að það þurfi engan snilling til þess að sjá hvor síminn er betri og segja svo […]