Tilboðsvaktin: Samsung Galaxy SII á 69.990 kr.

Við hjá Simon.is höfum ákveðið að birta góð tilboð á snjallsímum og tengdum vörum ef okkur þykir tilboðin vera góð.

Núna um helgina verður Samsung Galaxy SII, sem fékk einkunnina 8,0 hjá okkur, á tilboðsverði í verslunum Vodafone og Buy.is. Hann mun kost  69.990 krónur á báðum stöðum, sem er 10 þúsund króna lækkun frá venjulegu verði. Við smá athugun kom það í ljós að síminn kostar 74.990 kr hjá Nova og Símanum en er ódýrastur hjá Tal á 69.900 kr.

Það er því augljóst að síminn er að lækka í verði og því góður tími til þess að kaupa þennan fína síma núna, hvort sem það er gert hjá Vodafone, Buy.is eða Tal.