Google Android viðburðinum sem átti að halda mánudaginn 29. október hefur verið frestað vegna fellibylsins Sandy. Viðburðurinn átti að vera við höfnina New York, en þar sem að lýst hefur verið yfir neyðarástandi í borginni sá Google sig knúið til þess að fresta viðburðinum. Google neyddist einnig til þess að fresta viðburði síðasta árs vegna dauða Steve Jobs.
Orðrómar um hvað Google ætla að kynna hafa gengið eins og eldur um sinu á netinu og er orðið nokkuð ljóst að þetta verður það sem Google mun kynna:
– Android 4.2, Jelly Bean+
– Nýja útgáfu af Nexus 7 spjaldtölvunni með 32 GB plássi
– Nexus 10, sem er 10″ spjaldtölva gerð af Samsung
– Nexus 4, nýjasti flaggskip sími Android sem er gerður af LG
Við verðum því að bíða aðeins lengur eftir að fá tilkynningar um þessi nýju tæki og við hjá Simon iðum í skinninu eftir að fylgjast með viðburðinum.
2 Comments »