Entries by Axel Paul

Pebble: framtíðar úr fyrir Android og iPhone

http://www.youtube.com/watch?v=2FdaCxMcw_Y Nýlega var nýtt verkefni sem kallast Pebble sett inn á fjármögnunarsíðuna Kickstarter. Það er í stuttu máli úr sem tengist með Bluetooth yfir í Android eða iPhone snjallsímann þinn og gerir þér kleift að fylgjast með símtölum, smsum, tölvupóstum og Facebook / Twitter  tilkynningum ásamt því að geta stjórnað tónlist og fleiru í símanum. Úrið er […]

Siri skilur ekki skoskan hreim! – Myndband

http://www.youtube.com/watch?v=SGxKhUuZ0Rc&feature=youtu.be Siri er án alls vafa bylting á snjallsímanum. Apple tókst að gera virkilega gott viðmót fyrir raddþekkingu sem notendur nota mikið. Siri er þó ekki án vandkvæða, eins og þessi skoski notandi komst að. Hvernig ætli að Siri myndi bregðast við ef við færum að spjalla við hana á íslensku? ath. greinar merktar sem […]

Angry birds hvað?! Techno Kitten Adventure – Myndband

Rovio Mobile, stigið til hliðar! Angry birds er vafalaust einn vinsælasti leikur heims á snjallsímum, en lesendur góðir, dagar Angry Birds á toppnum eru taldir. Ég kynni til sögunnar Techno Kitten Adventure! Það eru til ansi margir góðir leikir á markaðnum í dag, en þá skortir alla eitthvað. Þangað til í dag var ég ekki […]

Gamli góði Snake í nýja símanum

Árið er 1997 og lítt þekktur finnskur forritari að nafni Taneli Armanto leggur lokahönd á leik fyrir óútkominn farsíma sem stígvélaframleiðandinn Nokia hyggst setja á markað. Eldingu slær niður er hann skrifar síðasta punktinn í kóðann og hann hlær villimannslegum hlátri er hann prufukeyrir fyrstu keyrsluna. „Hann lifir! HANN LIFIR!“ æpir Taneli og hoppar um […]

Kenndu börnunum íslenska stafrófið með Android – Myndband

Nýlega kom út íslenskt app sem ber heitið „Stafrófið“ á Android Market. Appið er hannað af Soffíu Gísladóttur sem að eigin sögn gerði það fyrir dóttur sína til að hjálpa henni að læra stafrófið. Appið hentar ungum börnum og í raun öllum sem vilja læra íslensku. Appið er afar einfalt, maður opnar það og það fyrsta […]

Pósturinn – Flott en tilgangslítið app

Pósturinn gaf nýlega út app fyrir Android og iOs sem er hannað, eins og flest flott íslensk öpp, af Stokkur Software. Það fyrsta sem ég hugsaði var „Enn eitt íslenska appið, á einhver eftir að nota þetta?“ og var mér hugsað til Smáralindar og N1 appanna. Svarið við þeirri spurningu er einfalt: nei, það eiga […]

Prófaðu Windows Phone 7 í Android eða iPhone símanum þínum

Hefur þig einhverntíman langað að prófa Windows Phone? Ég þekki persónulega ekki marga sem eiga þannig síma, en mig hefur alltaf langað til þess að prófa þá. Núna er hægt að prófa Windows Phone á öllum Android eða iPhone símum, án þess að þurfa að setja neitt upp! Microsoft setti nýlega í loftið síðu sem […]