Entries by Atli

0 kr. Nova í Nova ekki að hætta

Gróa á Leiti hefur víst verið dugleg að ræða ótímabært andlát vinsælu vörunnar 0 kr. Nova í Nova, sem er víst alls ekki að fara gerast, samkvæmt kunningjum okkar hjá Nova. Söludeildir samkeppnisaðila hafa mögulega verið duglegar að tala um að Nova muni að hætta að niðurgreiða þessa vöru. Samkvæmt fréttatilkynningu þá er engin þörf […]

Lenovo Ideapad Yoga 13 umfjöllun

Lenovo er búið að standa sig vel á fartölvumarkaðinum undanfarið.  Lenovo er nú með stærstu sneiðina af fartölvumarkaðinum og tók nýlega fram úr HP. Lenovo hefur verið að hreyfa sig hratt og eru óhræddir við að prófa nýja hluti. Lenovo gaf út Android spjaldtölvu (Thinkpad Tablet) fyrir fyrirtækjamarkaðinn, snjallsímalínu (Le Phone) sem hefur gengið vel […]

Jólagjafalisti Simon

Hó hó hó, gleðileg jól! Hér er að finna jólagjafalista Simon.is. Við skiptum honum upp í dýrari snjallsíma, aðeins ódýrari snjallsíma og svo bestu spjaldtölvurnar. Þetta eru skoðanir okkar í hópnum eftir innri umræðu, sem og stutta netkosningu á Facebook. Samsung Galaxy S3 fékk reyndar að fjúka fyrir Galaxy Note 2, sem okkur finnst mun […]

iPhone 5 umfjöllun

Apple gaf út sjötta iPhone símann núna í september, eða iPhone 5. Síminn er með nýju útliti og stærri skjá en fyrri útgáfur. Hver iPhone verður vinsællri en sá sem var á undan og er iPhone 4S söluhæsti sími Apple í dag (og líklega söluhæsti snjallsími heims). iPhone 5 mun þó taka fram úr honum […]

Sony Vaio SVS13 umfjöllun

Síðast skoðaði Simon Sony Vaio fartölvu fyrir einstaklinga, en næst á dagskrá er tölva úr fyrirtækjalínu Vaio. Um er að ræða Vaio SVS13 sem er öflug 13″ fartölva byggð fyrir ferðalög og mikla vinnslu. Tölvan er kannski ekki ultrabook, en hún er mjög létt og meðfærileg. Innvols Tölvan kemur með öflugum Intel i7 tvíkjarna örgjörva […]

iPad mini umfjöllun: þægilegri iPad

Apple hefur loksins gefist upp og hefur loksins gefið út iPad með minni skjá. Steve Jobs heitinn hélt því lengi fram að það væri ekkert vit að framleiða spjaldtölvu sem væri minni en iPad, eða með 9,7″ skjá. Apple er með langt yfir helming markaðar í dag, en nýlega hafa Android tölvur étið á markaðshlutdeild […]

Skjáskot: Árni Sigfússon

Þegar við heyrðum að Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar hefði verið gagnrýndur fyrir að fá sér iPhone, þá vorum við ekki sammála. Snjallsímar eru mikilvæg tól í dag sem styðja við ýmsa vinnu og þá sérstaklega skrifstofustörf. Snjallsímar hjálpuðu mér persónulega þegar ég var í námi samhliða vinnu. Þeir gera mér kleift að svara stuttum spurningum […]

Google Nexus 7 umfjöllun

Nexus 7 spjaldtölvan er fyrsta spjaldtölvan frá Google. Hún er framleidd af Asus sem hefur staðið sig frábærlega í framleiðslu á Android spjaldtölvum með Transformer línunni sinni. Tölvurnar fá góða dóma og virðast vera vel hannaðar. Nexus 7 kemur með nýrri útgáfu af Android, sem er kölluð Jelly Bean og er sérstaklega hönnuð fyrir spjaldtölvuna. […]

Google kynnir nýjan síma, spjaldtölvu og 4.2 Jelly Bean

Eins og við sögðum frá í gær þá neyddist Google til að aflýsa Android kynningunni sem átti að vera í dag vegna fellibylsins Sandy. Hvort kynningin verði haldin seinna er óljóst en Google sendi rétt í þessu út upplýsingar um það sem átti að kynna í dag, sem er ekki lítið: nýr snjallsími: LG Nexus […]

Windows Phone 8 verður tilkynnt í dag

Microsoft mun kynna Windows Phone 8 í dag klukkan 17:00 (á íslenskum tíma) í San Francisco. Hægt er að fylgjast með með kynningunni í gegnum vefvarp hjá Microsoft News Center og mun Simon.is gera samantekt seinna í kvöld fyrir ykkur. Microsoft hefur verið mjög þögult fram að þessu en mikið hefur lekið út og mörg símtæki […]