0 kr. Nova í Nova ekki að hætta

Gróa á Leiti hefur víst verið dugleg að ræða ótímabært andlát vinsælu vörunnar 0 kr. Nova í Nova, sem er víst alls ekki að fara gerast, samkvæmt kunningjum okkar hjá Nova.

Söludeildir samkeppnisaðila hafa mögulega verið duglegar að tala um að Nova muni að hætta að niðurgreiða þessa vöru. Samkvæmt fréttatilkynningu þá er engin þörf á því, enda hagnaður félagsins í samræmi við áætlanir og allt í góðu.

Varan 0 kr. Nova í Nova virkar þannig að það eru allt að 1000 mínútur á mánuði innifaldar frá Nova farsímanúmeri í annað Nova farsímanúmer. Auk þess fær maður 500 SMS innan Nova með. Þetta er auðvitað ekki frítt, því greiða þarf fyrir áskriftina 690 kr. á mánuði eða frelsi 1000 kr. á þriggja mánaða fresti frá og með 1.febrúar 2012 (var áður 500 kr. á þriggja mánaðafresti). Þessi pakki hefur auðvitað verið mjög vinsæll og ein aðalástæða velgengni Nova undanfarin árin.

Tilkynningin frá Nova:

Gróa á Leiti hefur rangt fyrir sér.

Nú um áramótin breyttust lúkningarverð á farsímamarkaði og í framhaldi af því höfum við heyrt haft eftir Gróu á Leiti að 0 kr. Nova í Nova væri að hætta, það er auðvitað bara rugl í henni Gróu!

Nova er lággjalda símafyrirtæki með litla yfirbyggingu og markmið okkar er að veita viðskiptavinum okkar besta verðið á farsímaþjónustu á Íslandi. Við verðleggjum þjónustu okkar ekki eftir reglugerðum Póst- og fjarskiptastofnunar heldur út frá þörfum og óskum viðskiptavina okkar og markaðarins. Við bjóðum alla velkomna í 0 kr. Nova í Nova.

Rekstur Nova gengur vel og voru tekjur félagsins yfir 4 milljarðar á árinu 2012 og hagnaður í samræmi við áætlanir.